Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig á 2. Evrópuráðstefnu landvarða sem haldin verður í Ungverjalandi 14.-20. september 2008. Þátttaka er góð og hafa þónokkrir skráð sig en skráningu líkur í þessari viku.
Í fyrra fóru 11 landverðir á fyrstu Evrópu ráðstefnuna sem haldin var í Rúmeníu sem var mjög áhugaverð og gaman að sjá hvað landverðir eru að bardúsa í öðrum löndum. Ungverjarnir höfðu svo gaman af að þeir vildu
ólmir halda ráðstefnu að ári.
ólmir halda ráðstefnu að ári.
Ráðstefnugjaldið er 360 evrur. Landvarðafélagið sé sér því miður ekki fært um að veita styrk í ferðina.
Þeim sem hafa áhuga er bent á að hafa samband við Þórunni Sigþórsdóttur, thorunns@simnet.is, sími. 894-1421, eða Dagnýju Indriðadóttur 698-4936 fettibretta@yahoo.com.