Alþjóðaráðstefna landvarða í Tansaníu 2012

7th_wrc_logo_1

7th_wrc_logo_1Alþjóðaráðstefna landvarða verður haldin í Tansaníu 4.-9. nóvember 2012. Tansanía er ríki í Austur-Afríku, um 1.000 km2 að stærð og íbúar um 44 milljónir. Í Tansaníu er að finna gríðarlega fjölskrúðuga náttúru og dýralíf og eru um 40% landsins þjóðgarðar og friðlönd, meðal þeirra hinn þekkti Serengeti þjóðgarður. Hæsta fjall Afríku, Kilimanjaro er einnig í Tansaníu. Þemu ráðstefnunnar tengjast heilbrigði þjóðgarða og hungri fólks sem oft er stærsta ógnin á þessum slóðum gagnvart náttúru- og dýravernd. Opnuð hefur verið vefsíða með upplýsingum um ráðstefnuna hér. Þeir landverðir sem hafa áhuga á að fara á ráðstefnuna er bent á að senda póst á stjórn landvarðafélagsins á netfangið landverdir@landverdir.is.

serengeti_giraffesserengeti_cheetastanzaniaMap