Þjóðgarðsstofnun

Landvarðafélag Íslands fagnar þeir fregnum sem koma frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu að áformað er að setja á stofn þjóðgarðsstofnun.Telur félagið að með því að sameina stjórnsýsluna undir einn hatt náist betri og skilvirkari leið með náttúruvernd á Íslandi, vinnutilhögun verður hnitmiðaðri og skilvirkari og landvarsla öflugri.


Landvarðafélagið hefur talað fyrir þjóðgarðastofnun t.d. nú seinast með bréfi til Umhverfisráðherra sem sent var 8. ágúst. Þar bauðst félagið til að leggja sitt af mörkum til að endaútkoman feli í sér skynsamlegri hagræðingu, betra samstarf, aukinna landvörslu og fagmennsku.