Starf landvarðar á Gullfoss- og Geysissvæði

Umhverfisstofnun leitar að starfsmanni sem hefur áhuga á verndun náttúru, þjónustu við ferðamenn og að starfa í teymi sérfræðinga, landvarða og annarra starfsmanna sem eru staðsettir víðsvegar um landið.

Starfssvæði landvarðarins verður á Gullfoss- og Geysissvæði en starfsaðstaða verður í húsnæði Skógræktar ríkisins í Haukadal. Verkefni landvarðarins munu snúa að viðhaldi og verndargildi svæðis, móttöku ferðamanna, fræðslumálum, umsjón með verklegum framkvæmdum og innviðum auk almennra viðhaldsverkefna. Þá mun hann skipuleggja og hafa umsjón með verkefnum annarra starfsmanna á svæðinu. Áhersla er á samstarf við sveitastjórnir og aðra hagsmunaaðila. Æskilegt er að starfsmaðurinn geti hafið störf í byrjun ágúst n.k.

Umsóknarfrestur er til og með 8. maí 2017.

 

Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Starfatorgs