Umhverfisstofnun leitar að starfsmanni sem hefur áhuga á verndun náttúru með þjónustu við ferðamenn að leiðarljósi.
Megin verkefni sérfræðingsins munu snúa að daglegri umsjón og rekstri friðlýstra svæða á sunnanverðum Vestfjörðum og eyjum í Breiðafirði auk umsjón með landvörslu á sömu svæðum. Þá ber hann ábyrgð á gerð stjórnunar- og verndaráætlana á framangreindum svæðum, eftirfylgni með þeim og fræðslu. Starfsmaðurinn mun einnig vinna við friðlýsingar, umsagnir og leyfisveitingar ásamt öðrum stjórnsýsluverkefnum. Mikilvægur hluti starfsins er samvinna við sveitarstjórnaryfirvöld, landeigendur og hagsmunaaðila á svæðinu.
Umsóknarfrestur er til og með 3. október 2016
Sjá nánar um starfið hér