Aðalfundur Landvarðafélags Íslands 2015

Aðalfundur Landvarðafélags Íslands 2015 verður haldinn í sal Druida (efsta hæð), Síðumúla 1, fimmtudaginn 26. mars kl: 19:00.

Dagskrá
Venjuleg aðalfundarstörf samkv. lögum félagsins
1. Setning aðalfundar og kosning fundarstjóra
2. Skýrsla stjórnar og umræður um hana
3. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram og umræður um þá
4. Lagabreytingar
5. Ákvörðun félagsgjalda
6. Kosning stjórnar
7. Kosning í nefndir og kosning endurskoðenda
8. Önnur mál

Í fundarhléi verða veitingar í boði Landvarðafélagsins ásamt kaffi/te, aðrir drykkir þó á kostnað hvers og eins.

Eftir fundinn munu tveir félagar, Sævar Þór Halldórsson og Þórunn Sigþórsdóttir, segja frá Evrópuráðstefnu landvarða sem haldin var í Króatíu í maí 2014.

Félagar eru hvattir til að mæta!
Stjórnin