Haustferð – Eldgjá

Sælir kæru landverðir!

Skemmtinefnd veit það hvað best að með hverju gulnuðu og föllnu laufblaði eykst fiðringurinn fyrir besta viðburði þessa árstíma, haustferð Landvarðafélagsins!Í þetta skiptið erum við með heldur betur með kitlandi dagskrá en planið er að gista í Hólaskjóli og kíkja svo í heimsókn í bæði Eldgjá og Langasjó (eftir veður og færð), svona á milli þess sem við hlæjum og tröllum og borðum góðan mat! Gist verður í tvær nætur í skála í Hólaskjóli, 30. sept – 2. Okt. Á heimleiðinni stoppum við í Dyrhólaey og Skógafossi og kynnumst starfseminni þar.

Við stefnum á að fara með rútu úr bænum kl. 17 á föstudeginum og snúum aftur til byggða á sunnudegi, heimkomutími eftir veðri og stemningu.Mikilvægt er að pakka með svefnpoka, sundfötum, drykkjum og hádegisnesti fyrir báða daga. Það verður sameiginlegur morgunmatur og kvöldmatur.

Ítarlegri dagskrárdrög og ferðakostnaður kemur von bráðar. Félagið mun niðurgreiða ferðina að hluta og því kostnaði haldið í lágmarki.Gott væri að allir skráðu sig sem fyrst, svo hægt sé að koma með lokakostnaðartölur, og ekki seinna en 15. september.

Hér er skráningarhlekkurinn:
https://docs.google.com/…/1FAIpQLSe2h8per6sYPD…/viewform

Við erum svoleiðis pípandi peppandi spennt!
Fræðslu- og skemmtinefnd Landvarðafélagsins