Fræðslu- og skemmtiganga í Fossvoginum

Þá er komið að fyrstu ,,fræðslu-og skemmti” göngunni sem Landvarðafélagið stendur fyrir í vetur. Markmiðið með göngnunum er að vekja athygli á friðlýstum svæðum á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni þess. Gangan verður í Fossvoginum en Fossvogsbakkarnir hafa verið friðlýstir síðan 1999 vegna fágætra jarðminja sem finnast þar. Nánar má lesa um friðlýsinguna hér:
https://www.ust.is/nattura/natturuverndarsvaedi/fridlyst-svaedi/sudvesturland/fossvogsbakkar-reykjavik/

Mæting við Kaffi Nauthól kl. 17. Við göngum inn voginn og mun gangan taka ca. 1-1 1/2 klst. Mælum með innanbæjar broddum og höfuðljósum ef við getum kíkt eitthvað á bakkana. Gangan er auðveld og ætti að vera við hæfi allra.

Veðurspáin gæti alveg verið aðeins betri (það er samt ekki gul viðvörun!) en þar sem allir landverðir og vinir þeirra eiga góðan og vindheldan fatnað þá þarf veðrið ekkert að stoppa okkur. Verður bara hressandi eftir vinnudaginn að fá smá ferskt loft. Síðan er hægt að leita skjóls á Bragganum þar sem við getum rætt málin betur.

Allir eru velkomnir með, hvort sem þið eruð landverðir eða ekki:)

Við hvetjum einnig landverði í öðrum landshlutum að skipuleggja göngur í sínu nærumhverfi og endilega hafið samband við okkur ef þið viljið auglýsa þær í gegnum okkur 🙂