Landvarðanámskeið 2020

Umhverfisstofnun auglýsir nú landvarðanámskeið 2020. Þátttaka í námskeiðinu veitir réttindi til að starfa sem landvörður og ganga þeir alla jafna fyrir við ráðningar í störf landvarða.

Námskeiðið er 110 klst. og eru megin umfjöllunarefnin eftirfarandi;

Landverðir, helstu störf
Náttúruvernd og stjórnsýsla náttúruverndarmála
Verðmæti friðlýstra svæða, náttúra, menning og saga
Gestir friðlýstra svæða
Mannleg samskipti
Náttúrutúlkun, fræðsla á friðlýstum svæðum, bóklegt og verklegar æfingar
Vinnustaðir landvarða
Öryggisfræðsla

Námskeiðið hefst 30. janúar og lýkur 23. febrúar. Kennt er um helgar og á kvöldin á virkum dögum. Hluti námskeiðsins verður kenndur í fjarkennslu en skyldumæting er í tvær lotur, þar af lotu kennda á Snæfellsnesi. Námskeiðið er háð því að næg þátttaka náist. Námskeiðsgjald er kr. 155.000.

Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Umhverfisstofnunar hér og fer skráning jafnframt fram þar.
Skráning hefst 2. janúar og stendur til 15. janúar 2020.

Nánari upplýsingar veitir Kristín Ósk Jónasdóttir hjá Umhverfisstofnun,kristinosk@ust.is

*Ath, öll kennsla og námsgögn eru á íslensku.