Utanvegaakstur er því miður mikið vandamál sérstaklega á hálendi Íslands á grónulandi, söndum og melum. Landverðir verja ár hvert miklum tíma í að lagfæra för bæði ný og gömul, ræða við ferðafólk um umferðarlög og skila inn skýrslum til lögreglu.
- Að akstur utanvega sé ólöglegur og jafnvel þó að sjáist för þá skal halda sig á vegum.
- Að keyra ekki framhjá pollum eða vatni á veg heldur halda sig á veginum.
- Að keyra hægt og vandlega yfir ár og að akstur meðfram árfarvegum sé ólöglegur og leiði oft til vandræða í sandbleytu og óþekktum aðstæðum.
- Láta vita af sérstökum aðstæðum á leiðinni sem geti verið villandi eins og t.d. vöxtur í ám, miklir pollar eða ljót og villandi utanvegaaksturför.
Annað úrræði landvarða eru viðgerðir á utanvegaakstri en þá er reynt að fela för, eða jafna út umhverfið í kring svo að þau falli betur inn í og ekki sé ekið í þeim aftur. Reynslan hefur sýnt að för sem eru óáreitt leiða til þess að fleiri aka í þau eða í kringum þau þar sem förin setja fordæmi og næsti ökumaður heldur að slík för séu eðlileg. Þau breyta því upplifun ferðafólks.
En viðgerðir á utanvegaakstri eru oft tímafrekar og mikil erfiðisvinna hvort sem er í mosa eða grýttum jarðveg. Í mosanum verða förin oft sérstaklega ljót og mosinn deyr við traðkið og hjálpa þarf förunum að hverfa í mörg ár á eftir og jafnvel hverja þau ekki. Í grýttum jarðveg á hálendinu er oft steinkápa ofan á en viðkvæmur eldfjallajarðvegur undir og þegar steinunum er ýtt til hliðar hefur rofmáttur vinds og vatns greiðan aðgang að viðkvæmum jarðveg sem fýkur burt eða vatnið sverfur dýpri för með tíman. Þar þarf að raka steinana aftur yfir sárið en slík dæmi sjást oft í mörg ár og er það helst snjóþyngsli og frosverkun sem laga slíkan akstur með hjálp landvarða.