Hlutverk félagsins

  1. Annast kjara og hagsmunamál landvarða. 
  2. Taka skýra afstöðu í náttúruverndarmálum á Íslandi t.d. með ályktunum um málefni líðandi stundar.   
  3. Stuðla að fræðslu og símenntun landvarða. Landvarðafélagið leggur áherslu á samstarf með stofnunum og félagasamtökum við fræðslu og símenntun landvarða. 
  4. Skapa vettvang sem sameinar landverði. Þetta er m.a. gert með skemmtunum og með því að efla samstarf við önnur félagasamtök.
  5. Taka þátt í alþjóðasamstarfi landvarða og styrkja landverði til að vera rödd íslenskrar landvörslu á erlendum vettvangi. 
  6. Kynna stefnu og starfsemi félagsins ásamt því að kynna starf landvarða út á við.