Þann 4. mars 2023 hélt Landvarðafélagið málþing um framtíðarsýn landvörslu. Málþingið var mjög vel sótt en yfir 50 manns mættu á staðfund og þegar mest var voru um 30 í streymi. Málþingið skiptist í erindi frá ólíkum fyrirlesurum, umræðuborð þar sem ákveðin málefni voru krufin og loks samantekt þar sem niðurstöður af borðunum voru kynntar.
Á málþinginu komu fram:
- Ormur í Paradís – Sigrún Helgadóttir, Fyrsti landvörðurinn í Jökulsárgljúfrum
- Diversity in Europe’s Rangers – Urs Reif, Evrópusamtök landvarða. European Ranger Federation (ERF)
- Náttúruleg þróun – Stefanía Ragnarsdóttir, Vatnajökulsþjóðgarður
- Ólík hlutverk landvarða – Hákon Ásgeirsson og Kristín Ósk Jónasdóttir, Umhverfisstofnun
- Þröng á Þingi – Einar Á. E. Sæmundsen, Þjóðgarðurinn á Þingvöllum
- Fundarstjóri var Katrín Oddsdóttir
Þá heiðraði Frú Vigdís Finnbogadóttir gesti málþingsins með nærveru sinni og þátttöku í umræðum.
Niðurstöður málþingsins voru teknar saman í skýrslu sem er aðgengileg hér. Skýrslan verður innan tíðar kynnt fyrir félögum Landvarðafélagsins, Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu ásamt stofnunum.
Hér að neðan má nálgast upptöku af erindum málþingsins.