Stjórn Landvarðafélagsins brást hart við óvæntum áformum um verulega fækkun á störfum landvarða á vegum Náttúruverndar ríkisins sumarið 2002. Í bréfi til umhverfisráðherra færði stjórnin rök fyrir því, að í stað samdráttar væri víða þörf fyrir aukna landvörslu og lengri vörslutímabil. Óskað var eftir úrræðum af hálfu ráðherra til að koma í veg fyrir fyrirhugaðan niðurskurð. Fulltrúar stjórnarinnar áttu í framhaldinu fund með umhverfisráðherra, auk þess sem rætt var við forráðamenn Náttúruverndar. Fjölmiðlum var einnig tilkynnt um hvernig horfði, sem m.a. varð til þess að málið var tekið upp á Alþingi. Stjórn Landvarðafélagsins naut í þessari baráttu dyggilegs stuðnings Náttúruverndarsamtaka Íslands.
Sjá bréf til umhverfisráðherra í heild sinni.