Hlutverk

   Meginhlutverk landvarða er: 

  •     að gæta þess að ákvæði friðlýsingar og náttúruverndarlaga séu virt á hverju svæði fyrir sig.
  •     að taka á móti gestum og veita þeim nauðsynlegar upplýsingar og kynna þeim umgengnisvenjur og reglur hvers svæðis.
  •     að fræða fólk um gönguleiðir, náttúrufar, staðhætti og sögu.
  •     að sjá um að halda svæðum hreinum, þ.e. tjaldsvæðum, göngustígum og bílaplönum, sem og klósettum og kömrum; náttúruvættum og náttúru þess svæðis sem þeir vinna á.
  •     að merkja göngustíga, leggja nýja og halda þeim við.
  •     að vera til aðstoðar þeim sem á svæðunum dvelja.
  •     að hafa eftirlit með umferð og umgengni ferðamanna.
  •     að vera til taks þegar slys ber að höndum, veita fyrstu hjálp og kalla á lækni, lögreglu eða björgunarsveitir ef ástæða er til.
  •     að stjórna fyrstu aðgerð við leit ef einhver týnist á svæðinu, kalla til lögreglu og björgunarsveitir og aðstoða þær ef með þarf.

Áhersla er lögð á að hægt sé að leita til landvarða hvenær sem þörf krefur, allan sólarhringinn.