Stjórn Landvarðafélagsins sendi þann 9. mars sl. bréf til Friðriks Sófussonar, forstjóra Landsvirkjunar. Þar er gerð athugasemd við slit Landsvirkjunar á samstarfi við Náttúruvernd ríkisins um landvörslu á Snæfellsöræfum og við Kárahnjúka. Bent er á mikilvægi þess að á svæðinu starfi reyndir landverðir og áhersla lögð á nauðsyn áframhaldandi samstarfs Landsvirkjunar og Náttúruverndar. Óskað er eftir skýringum frá Landsvirkjun og vonum lýst til að fyrirtækið endurskoði afstöðu sína í ljósi staðreynda.
Sjá athugasemdirnar í heild sinni.