Kaup og kjör landvarða
Við hvetjum félagsmenn til að
- Kynna sér vel Stofnanasamning (english version)
- Kynna sér vel Kjarasamning Starfgreina-sambandsins og ríkissjóðs
- Þekkja sinn launaflokk
- Skrifa einnig niður vinnutíma og bera ávallt saman við launaseðil
- Koma með ábendingar til trúnaðarmanna ef þeim finnst að sér vegið
Kjara- og stofnanasamningur
Nýr samningur var undirritaður 2017.
Kjör landvarða ákvarðast af kjarasamningi Starfgreina-sambandsins og ríkissjóðs. Kjarasamninginn og kauptaxta er hægt að skoða á vefslóðinni www.sgs.is undir dálkinum Kjaramál. Um kjör er samið á nokkurra ára fresti.
Til viðbótar kjarasamningi Starfsgreinasambandsins er gerður sérstakur samningur við Umhverfisstofnun og Vatnajökulsþjóðgarð um kjör landvarða. Kjaranefnd Landvarðafélagsins annast þá samningsgerð f.h. landvarða. Kallast sá samningur stofnanasamningur. Stofnanasamningur tekur m.a. til röðunar í launaflokka eftir menntun og starfsreynslu landvarða.
Eldri samningur
Það er mat kjaranefndar Landvarðafélags Íslands að til lengri tíma litið sé þetta betri samningur en sá eldri þar sem hann hann gefur færi á meiri launaflokkahækkun í gegnum starfsreynslu og endurmenntun en sá eldri gerði. Samningsaðilar beggja vegna borðsins voru sammála um að hittast að nýju að ári til skoða og endurmeta samninginn.