Landvarðanámskeið 2015
Umhverfisstofnun auglýsir námskeið í landvörslu. Þátttaka í námskeiðinu veitir landvarðaréttindi. Námskeiðsgjald er kr. 155.000. Námskeiðið hefst 12. febrúar og lýkur 8. mars. Kennt er um helgar og á kvöldin á virkum dögum. Hluti námskeiðsins verður kenndur í fjarkennslu. Námskeiðið er háð því að næg þátttaka fáist.
Umsóknum skal skilað bréflega til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24 eða í tölvupósti á netfangið ust@ust.is fyrir 30. janúar. Í umsókn komi fram nafn, kennitala, heimilisfang, stutt ferilskrá, sími og netfang. Skilyrði er að umsækjendur séu fæddir 1995 eða fyrr.
Dagskrá námskeiðsins má finna á heimasíðu stofnunarinnar www.umhverfisstofnun.is
Nánari upplýsingar veitir Jón Björnsson hjá Umhverfisstofnun, jonb@ust.is
Námskeiðið spannar tæpar 100 klst og megin umfjöllunarefni er:
- Landverðir, helstu störf
- Náttúruvernd og stjórnsýsla náttúruverndarmála
- Verðmæti friðlýstra svæða, náttúra, menning og saga
- Gestir friðlýstra svæða, þjónusta, samskipti og hagsmunaaðilar
- Náttúrutúlkun, fræðsla á friðlýstum svæðum
- Vinnustaður landvarða
- Öryggisfræðsla
- Verndaráætalnir, mat á gildi verndarsvæða