Landvarðafélag Íslands
Ranger Association of Iceland

  • Málþing um náttúruvá og landvörslu

    Landvarðafélag Íslands stendur fyrir opnu málþingi um náttúruvá og landvörslu. Málþingið mun byggjast á erindum og umræðuhópum en markmið málþingsins er að fá þverfaglegar umræður um landvörslu og náttúruvá frá ólíkum sjónarhornum. Hvar: Veröld – AuðarsalHvenær: 16. mars, 13-16Fundarstjóri: Katrín Oddsdóttir Dagskrá:– Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra– Kristín Jónsdóttir, Veðurstofu Íslands– Björn Ingi… Continue reading Málþing um náttúruvá og landvörslu

    Lesa meira…

  • Árshátíð 2024!

    Landsins elskendur og hjartans bestu verðir! Nú er kominn tími til að pússa gönguskóna og stíma lopapeysuna, það er árshátíð í vændum, þann 16. mars!  Í ár siglum við á ný mið og könnum áður óþekktar dýptir í Vivaldisalnum hjá knattspyrnudeild Gróttu, Suðurströnd 2-8 Seltjarnarnesi. Fordrykkur hefst kl. 19 og reiknað er með að borðhald… Continue reading Árshátíð 2024!

    Lesa meira…

  • Könnun um náttúruvá og landvörslu

    Nú ættu allir félagar í Landvarðafélaginu að hafa fengið senda könnun sem er hugsuð til þess að kortleggja betur stöðu landvarða í tengslum við náttúruvá og nýja náttúruverndar- og minjastofnun. Vinsamlegast svarið könnuninni í síðasta lagi 27. nóvember. Stefnt er á að niðurstöður hennar verði kynntar forsvarsmönnum stofnananna í desember. Bestu kveðjur,Stjórn Landvarðafélagsins

    Lesa meira…

“Hlutverk landvarða er að varðveita landið,
því íslenska þjóðin á sér samastað í landinu”

– Vigdís Finnbogadóttir