Landvarðafélagið styrkir landverði í Úkraínu

Stjórn Landvarðafélags Íslands barst ákall frá Evrópusambandi Landvarða um stuðning við landverði í Úkraínu vegna stríðsátaka sem þar geysa eftir innrás Rússa. Stjórn bar tillöguna fyrir á aðalfundi og samþykkt var að styrkja landverði í Úkraínu um 1000 evrur. Til þess að styrkurinn nýtist landvörðum sem best ráðleggur Evrópusamband Landvarða, í samstarfi við Umhverfisráðuneytið í… Continue reading Landvarðafélagið styrkir landverði í Úkraínu

Aðalfundur 2022

Kæru landverðir, Þann 17. Mars fór aðalfundur félagsins fram á Kex hostel og á netinu. Ný stjórn er skipuð eftirfarandi aðilum og hefur hún nú fundað og skipt með sér verkum eins og hér segir: Nína Aradóttir – formaður og tengiliður við alþjóðanefndBenedikt Traustason – varaformaður og tengiliður við kjara- og launanefndRakel Anna Boulter– ritari… Continue reading Aðalfundur 2022

Fréttatilkynning

18. mars 2021 Fréttatilkynning – Landverðir skora á Alþingi að ljúka við stofnun Hálendisþjóðgarðs Í gærkvöld lauk aðalfundi Landvarðafélags Íslands þar sem eftirfarandi ályktun var samþykkt:. Aðalfundur Landvarðafélags Íslands lýsir yfir stuðningi við stofnun  Hálendisþjóðgarðs og skorar á Alþingi að ljúka málinu fljótt og vel. Stofnun Hálendisþjóðgarðs mun ekki aðeins efla náttúruvernd á Ísland, heldur… Continue reading Fréttatilkynning

Aðalfundur Landvarðafélags Íslands

Hrafnhildur Vala Friðriksdóttir, gjaldkeri. Hefur starfað á Vestursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs og Fjarðárgljúfri.

Kæru félagar Nú boðum við okkar félgasmenn á aðalfund Landvarðafélags Íslands en fundurinn mun fara fram fimmtudaginn 17. mars 2021 kl 20:00 í fjarfundi. Krækja á fjarfundinn verður send í tölvupósti nokkrum dögum fyrir fundinn.  Dagskrá Venjuleg aðalfundarstörf samkv. lögum félagsins 1. Setning aðalfundar og kosning fundarstjóra 2. Skýrsla stjórnar og umræður um hana 3.… Continue reading Aðalfundur Landvarðafélags Íslands

Yfirlandvörður á austursvæði Vatnajökulsþjógarðs

Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir stöðu yfirlandvarðar á austursvæði þjóðgarðsins. Staðan er heilsársstaða, með aðsetur í Snæfellsstofu á Skriðuklaustri og/eða Fellabæ en starfið krefst einnig dvalar á hálendi yfir sumartímann. Nánari upplýsingar hér

Sumarstörf í landvörslu

Bæði Umhverfisstofnun og Vatnajökulsþjóðgarður auglýsa nú sumarstörf í Landvörslu. Hægt er að sækja um störfin í gegnum vefsíður þeirra eða í gegnum vefsíðu Stjórnarráðs Íslands. https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/laus-storf-a-starfatorgi/ https://www.vatnajokulsthjodgardur.is/is/um-thjodgardinn/starfsfolk-og-mannaudsmal/atvinna https://ust.is/umhverfisstofnun/storf-i-bodi/

Landvarðanámskeið 2021

Af heimasíðu UST: Landvarðanámskeið Umhverfisstofnunar verður haldið í febrúar 2021. Starfsmenn stofnunarinnar hafa endurskipulagt námskeiðið með það að markmiði að geta kennt það óháð aðstæðum í samfélaginu. Námskeiðið í ár verður allt kennt í fjarnámi. Kristín Ósk Jónasdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, sér um námskeiðið, undirbúning o.fl. ásamt kennurum sem koma að helstu þáttum námskeiðsins. Námskeiðið… Continue reading Landvarðanámskeið 2021

Breytingar á stjórn félagsins

Anna Þorsteinsdóttir var kosinn formaður til tveggja ára vor 2019 en lét fyrr af störfum er hún tók við starfi þjóðgarðvarðar á norður-hálendi Vatnajökulsþjóðgarðs haustið 2020.

Í byrjun nóvember var Anna Þorsteinsdóttir formaður Landvarðafélagsins ráðin þjóðgarðsvörður á norður-hálendi Vatnajökulsþjóðgarðs. Anna hefur nú þegar hafið störf að hluta hjá þjóðgarðinum og mun taka við starfinu að fullu um áramótin. Megin verkefni stjórnar félagsins mun í vetur snúast um kjaramál og gerð nýrra stofnanasamninga ásamt því að fylgjast með því hvaða áhrif minni sértekjur náttúruverndarsvæða hafa á störf landvarða. Í ljósi… Continue reading Breytingar á stjórn félagsins

Aðalfundur Landvarðafélagins samþykkir þrjár ályktarnir

Aðalfundur Landvarðafélags Íslands fór fram með breyttu sniði miðvikudaginn 6. maí 2020. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu var boðuðum aðalfundi á Þingvöllum í byrjun apríl frestað tímabundið. Að lokum var ákveðið að best væri að fundurinn færi fram í gegnum fjarfundabúnað. Fundurinn var styttur töluvert og einungis lagt upp úr því að afgreiða hefðbundin aðalfundastörf..… Continue reading Aðalfundur Landvarðafélagins samþykkir þrjár ályktarnir

Velheppnað málþing um menntun landvarða

Miðvikudaginn 19. febrúar 2020 var haldið málþing um menntun landvarða. Málþingið var vel sótt af fjölbreyttum hópi landvarða og öðrum sem málið varðar. Stjórn Landvarðafélagsins gerði einnig tilraun við að gefa þeim sem eru utan höfuðborgarsvæðisins tækifæri á að taka þátt í gegnum fjarfund. Það tókst nokkuð vel miðað við fyrstu tilraun og engan aukakostnað.… Continue reading Velheppnað málþing um menntun landvarða

Landvarðanámskeið 2020

Umhverfisstofnun auglýsir nú landvarðanámskeið 2020. Þátttaka í námskeiðinu veitir réttindi til að starfa sem landvörður og ganga þeir alla jafna fyrir við ráðningar í störf landvarða. Námskeiðið er 110 klst. og eru megin umfjöllunarefnin eftirfarandi; Landverðir, helstu störfNáttúruvernd og stjórnsýsla náttúruverndarmálaVerðmæti friðlýstra svæða, náttúra, menning og sagaGestir friðlýstra svæðaMannleg samskiptiNáttúrutúlkun, fræðsla á friðlýstum svæðum, bóklegt… Continue reading Landvarðanámskeið 2020

Heilsárslandvarsla

Umhverfisstofnun auglýsir þrjár heilsársstöður í landvörslu: Heiti starfs Umsóknarfrestur   Heilsárslandvarsla Austurlandi 31.10.2019 – 18.11.2019 Sækja um Heilsárslandvarsla á Gullfoss- og Geysissvæði 31.10.2019 – 18.11.2019 Sækja um Heilsárslandvarsla á Suðurlandi 31.10.2019 – 18.11.2019 Sækja um Vefsíða Umhverfisstofnunar

Haustferð landvarðafélagsins 28.-29. september

Haustferð Landvarðafélagsins í LakaDagana 28. – 29. september verður farið í haustferð Landvarðafélagins. Stefnan er sett á mesta hamfarasvæði Íslandssögunnar, Lakagíga. Lagt verður af stað snemma að morgni laugardags og þaðan keyrt með sem fæstum stoppum beint á Kirkjubæjarklaustur. Á Klaustri verður ekki farið á bar heldur haldið í Gestastofuna þar sem mosasýningin verður skoðuð… Continue reading Haustferð landvarðafélagsins 28.-29. september

Styrkir vegna Alþjóðaráðstefnu landvarða 2019

Stjórn Landvarðafélagsins hefur til umráða 300 þúsund til skiptana til þeirra sem sækja Alþjóðaráðstefnu landvarða í Nepal núna í nóvember 2019. Stjórnin óskar því eftir umsóknum, vinsamlegast fyllið inn umsóknareyðublaðið hér að neðan. Skráningarfrestur er liðinn á ráðstefnuna* og geta því bara þau sem hafa nú þegar skráð sig sótt um styrkinn. *Möguleiki er samt… Continue reading Styrkir vegna Alþjóðaráðstefnu landvarða 2019