Stjórnarfundur 12. nóvember 2014

Stjórnarfundur 12.nóvember 2014

Mættir: Linda Björk, Sævar Þór og Kristín Þóra

  1. Greinar – stefnan er á að halda umræðunni um landverði á lofti. Ein leiðin er að reyna fá landverði til að skrifa grein og senda okkur til að setja á landverðavefinn og birta í fréttamiðlum. Komum með nokkrar hugmyndir að nöfnum og ætlar Sævar, Kristín Þóra og Linda að hafa samband við nokkra til þess að athuga hvort þau geti skrifað grein.
  2. Endurmenntun – talað við Jón Björnsson hjá Umhverfisstofnun varðandi endurmenntun landvarða og tók hann nokkuð vel í það. Hugmynd hjá honum er að nota líka einhvern grunn úr landvarðanámskeiðinu til að nota í endurmenntun, kynna nýjungarnar. Munum hafa samband við hann aftur varðandi endurmenntun.
  3. Önnur mál: Komin er aftur skriður á sameiginlegan fatnað landvarða hjá stofnunum þremur. Landvarðafélagið ætlar að taka saman þeirra hugmyndir um fatnaðinn og senda. Sævar sér um að koma þeim upplýsingum áleiðis.

Hafa samband

Fyrirspurn til Landvarðafélags Íslands

 

 

Hafa samband