Landverðir vinna í þjóðgörðum og á öðrum náttúruverndarsvæðum. Starfið er margþætt og þótt oft á tíðum virðist bera mest á ruslatínslunni (hafa landverðir ekki farið varhlutan af að tína upp klósettbréf og annað ófögnuð) þá er það langt í frá það eina sem landverðir gera. Fjölbreytileikinn er það sem einkennir starf landvarða og er fræðsla til gesta einn af mikilvægum þáttum í starfi landvarða ásamt eftirliti með umgengni og umferð fólks þar sem gætt er þess að náttúruverndarlögum sé fylgt. Viðhald og merking göngustíga eru einnig á könnu landvarða og spilar öryggisþátturinn líka stórt hlutverk, t.d. vara landverðir við hættum og setja upp viðeigandi merkingar.

 

Landverðir út um allan heim eru í grunninn að vinna að því sama, vernda og fræða. Starfið er að vísu mishættulegt eftir svæðum og geta landverðir þurft að takast á við t.d. veiðiþjófnað og hættulegt dýralíf. Landverðir um allan heim munu fagna alþjóðadegi landvarða 31. júlí en sá dagur var haldinn í fyrsta skipti 31. júlí 2007 á 15 ára afmæli Alþjóðlega landvarðafélagsins (International Ranger Federation).

Page 1 of 3

Hafa samband

Fyrirspurn til Landvarðafélags Íslands

 

 

Hafa samband