Alþjóðadagur landvarða er haldinn núna í áttunda skiptið. Dagurinn er haldinn til að minnast þeirra mörgu landvarða sem hafa látist eða slasast við skyldustörf. Einnig er þessi dagur haldinn hátíðlegur til að fagna starfi landvarða um allan heim við að vernda náttúru- og menningalegu verðmæti heimsins.

Í tilefni dagsins er dagskrá í þjóðgarðinum Snæfellsjökuls eftirfarandi:

Hvað gera landverðir?
Alþjóðadagur landvarða, fimmtudagurinn 31. júlí kl. 13-16

Gestastofan á Hellnum kl. 13-14. Landverðir segja frá störfum sínum.
Hvers vegna gerðust þau landverðir og hvernig líkar þeim?
Malarrif kl. 14:30-16. Hreinsunarátak í fjörunni, náttúra staðarins könnuð, sögur sagðar og farið í leiki. Tilvalið fyrir fjölskyldur.

Þjóðgarðurinn á Þingvöllum býður upp á kvöldgöngu tileinkuð starfi landvarða í þjóðgörðum og friðlýstum svæðum. Fjallað verður um sýn landvarða á þjóðgarðinn og nánasta umhverfi hans og hlutverk þeirra í þjóðgörðum. Torfi Jónsson landvörður til margra ára á Þingvöllum og Eva Dögg Einarsdóttir landvörður munu leiða gönguferðina.

Gangan mun hefjast klukkan 20:00 á Hakinu og eru allir velkomnir

-vettvangur samvinnu, miðlun fræðslu og reynslu -

 

landverdirEftir 6 ára bið var loksins komið að þriðju Evrópuráðstefnu landvarða eða á góðri ensku 3rd European ranger training seminar sem þýðist ekki á réttan hátt hér í greininni. Köllum eftir góðri þýðingu!

Fyrsta Evrópuráðstefnan var haldin í Rúmeníu 2007 og strax árið eftir í Ungverjalandi.


En aftur að ráðstefnunni, þessi þriðja Evrópska landvarðaráðstefna var haldin í Króatíu 13. – 17. maí 2014. 

Aðalfundur Landvarðafélags Íslands 2014 verður haldinn á Veitingahúsinu Horninu (kjallara), Hafnarstræti 15, fimmtudaginn 3. apríl kl: 19:00.


Dagskrá
Venjuleg aðalfundarstörf samkv. lögum félagsins 
1. Setning aðalfundar og kosning fundarstjóra
2. Skýrsla stjórnar og umræður um hana
3. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram og umræður um þá
4. Lagabreytingar
5. Ákvörðun félagsgjalda
6. Kosning stjórnar
7. Kosning í nefndir og kosning endurskoðenda
8. Önnur mál


Í fundarhléi verða veitingar að hætti Hornsins í boði Landvarðafélagsins ásamt kaffi/te, aðrir drykkir þó á kostnað hvers og eins.

 

Eftir fundinn munu tveir félagar, Jón Snæland og Hjörtur Sævar Steinason, úr Ferðaklúbbnum 4 x 4 kynna fyrir okkur starfsemina hjá þeim.


Félagar eru hvattir til að mæta!
Stjórnin

Nú styttist óðum í Evrópuráðstefnu landvarða í Króatíu en hún fer fram 13. - 17. maí nk. Skráningarfrestur er til 1. maí en hægt er að finna allar upplýsingar um ráðstefnuna og skráningu á hana hér á vefsíðu ráðstefnunnar. Þeir sem hafa áhuga á að fara eru jafnframt beðnir um að hafa samband við stjórn á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Landvarðafélagið mun styrkja ráðstefnufara. Umsóknarfrestur um styrki er til og með 22. júní 2014. Umsóknir skal senda í tölvupósti á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Af vef Umhverfisstofnunar

 

Umhverfisstofnun auglýsir eftir landvörðum sumarið 2014 á eftirtalin svæði: Þjóðgarðinn Snæfellsjökul, verndarsvæði við Mývatn og Laxá, Suðurland, sunnanverða Vestfirði og Hornstrandir.

umhverfisstofnun storf i bodi litil

 

 

Um er að ræða tímabundin 100% störf en starfstími er breytilegur eftir svæðum. Þeir fyrstu hefja störf um miðjan maí og síðustu ljúka störfum í september. Sjá nánari upplýsingar um hvert svæði og starfstímabilin á heimasíðu Umhverfisstofnunar.

 

 

 

Umsóknarfrestur er til og með 24. mars 2014. Ítarlegri upplýsingar um störfin og umsóknareyðublað má finna á heimasíðu Umhverfisstofnunar.

 

Page 2 of 3

Hafa samband

Fyrirspurn til Landvarðafélags Íslands

 

 

Hafa samband