Nú er búið að opna heimasíðu fyrir Evrópuráðstefnuna sem haldin verður í Króatíu frá 13. -17. maí næstkomandi. Sjá: http://ranger.brijuni.hr/

Það eru nú þegar nokkrir ákveðnir í að fara og farin að myndast góð stemning þeirra á meðal.


Boðið er upp á heimsókn í fjóra þjóðgarða, fyrir eða eftir ráðstefnuna þar sem gefinn er afsláttur á gistingu og fl. Fólk er þó á eigin vegum og verður að hafa samband beint við viðkomandi þjóðgarð. Nánari upplýsingar eru á heimasíðunni.

Af vef Vatnajökulsþjóðgarðar

 

Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir eftir landvörðum í sumarstörf. 

vatnajokullogo

Störfin eru flest á tímabilinu frá byrjun júní til loka ágúst. Nokkur störf eru þó til lengri (maí – september) eða skemmri (júlí – ágúst) tíma. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og Starfsgreinasambands Íslands. Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um. 

Umsækjendur um landvarðastörf skulu hafa lokið landvarðanámskeiði, eða búa yfir sértækri reynslu sem nýtist í starfi.

Umsóknarfrestur er til og með 10. mars n.k.

Ítarlegri upplýsingar um störfin og umsóknareyðublað má finna á heimasíðu Vatnajökulsþjóðgarðar.

Í apríl 2013 sendi Landvarðafélag Íslands frá sér yfirlýsingu þar sem harmað var að fjölgun landvarða hefur ekki haldist í hendur við fjölgun ferðamanna og hafði félagið af því miklar áhyggjur.

Nú berast þær fréttir að Umhverfisstofnun skeri töluvert niður í landvörslu þetta árið, úr 232 landvarðavikum í 125 landvarðavikur. Þetta er gífurleg skerðing sem getur engan veginn gengið upp. Það er einfaldlega ekki rökrétt að fækka landvarðavikum um leið og ferðamönnum fjölgar og ferðatímabilið lengist.

Landverðir eru sú starfsstétt sem vinnur við það að leiðbeina og fræða ferðamenn um staðhætti hvers svæðis. Eins eru þeir ferðaþjónustuaðilum reiðubúnir til aðstoðar ef þörf krefur. Síðast en ekki síst vinna landverðir við innviði á ferðamannastöðum, merkja og setja upp skilti, sjá um þrif og eru ómetanlegir við öryggiseftirlit. Þeir fylgjast með ástand gönguleiða og fylgjast með hvar ágangur er orðinn of mikill og hvar þarf að hlúa að náttúrunni svo ekki horfi til varanlegra skemmda. Náttúran er auðlind landsins sem dregur ferðamenn öðru fremur til landsins og því er allt sem kemur í veg fyrir eftirlit, fræðslu og uppbyggingu á ferðamannastöðum á sama tíma og ferðamönnum fjölgar ár eftir ár í raun ógnun við náttúru og atvinnulíf þjóðarinnar.

Af vef Umhverfisstofnunar

 

Viltu vinna á einum fallegasta stað landsins?

Við leitum að starfsmanni til að hafa umsjón með verndarsvæði Mývatns og Laxár sem og öðrum náttúruverndarsvæðum í nágrenninu. Lífríki svæðisins er einstakt en eitt helsta hlutverk starfsmannsins er að varðveita náttúru svæðisins í samvinnu við íbúa og ferðamenn.

Page 3 of 3

Hafa samband

Fyrirspurn til Landvarðafélags Íslands

 

 

Hafa samband