landvardaferdFræðslu- og skemmtinefnd Landvarðafélagsins blæs til ferða um Reykjanesið laugardaginn 17. mars með Óskari Sævarssyni, reyndum leiðsögumanni og landverði, sem þekkir svæðið mjög vel. Hugmyndir eru uppi um að gera Reykjanesið að jarðvangi (geopark) og verður fróðlegt að skoða svæðið útfrá þeim hugmyndum.


Lagt verður upp frá húsnæði Umhverfisstofnnar á Suðurlandsbraut 24 og er mæting í rútu þar kl. 09:00. Stefnt er að því að ferðinni ljúki kl. 17. Mælt er með því að fólk taki með sér nesti en stefnt er á að stoppa í Grindavík um hádegisbil þar sem hægt verður að kaupa sér eitthvað að borða.

LbhI LogoAf vef Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri:

Þann 7. febrúar undirrituðu Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar og Ágúst Sigurðsson, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, samstarfssamning um fræðslu og menntun á sviði náttúru- og umhverfisverndar. Markmið samstarfsins er að efla menntun landvarða enda er menntun landvarða hluti af námsbraut Landbúnaðarháskóla Íslands í Náttúru- og umhverfisfræðum með áherslu á þjóðgarða og

Af vef Umhverfisstofnunar:

Umhverfisstofnun logo textalaustUmhverfisstofnun auglýsir eftir landvörðum sumarið 2012 á eftirtalin svæði: Þjóðgarðinn Snæfellsjökul, verndarsvæði við Mývatn og Laxá, Suðurland, Vesturland, sunnanverða Vestfirði og Miðhálendi.

Störf landvarða felast m.a. í að fylgjast með að hvorki séu brotin ákvæði friðlýsingar svæðis né lög um náttúruvernd. Landverðir hafa eftirlit með umgengni á svæðunum, umsjón með vöktun umhverfisþátta, móttöku gesta, veita upplýsingar og fræða gesti, halda við merktum gönguleiðum, sjá um gönguferðir og fræðslustundir. Þá þurfa þeir að vera viðbúnir ef slys ber að höndum og er gerð krafa um að þeir sem ráðnir verða til starfa sæki skyndihjálparnámskeið eða hafi gild skyndihjálparréttindi. Boðið verður upp á skyndihjálparnámskeið fyrir landverði í vor.

Sjá nánar á vef Umhverfisstofnunar

vatnajokullogoAf vef Vatnajökulsþjóðgarðs:

Vatnajökulsþjóðgarður óskar eftir að ráða fólk í fjölbreytt sumarstörf, þ.á.m. landvörslu.

Störfin eru flest á tímabilinu frá byrjun júní til loka ágúst. Nokkur störf eru þó til lengri (maí – september) eða skemmri (júlí – ágúst) tíma. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og Starfsgreinasambands Íslands. Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um.

Ítarlegar upplýsingar um störfin, hæfniskröfur og aðbúnað starfsmanna eru á vef Vatnajökulsþjóðgarðs ásamt umsóknareyðublöðum hér.

Af vef Umhverfisstofnunar: Landvarðarnámskeið Umhverfisstofnunar verður á vormánuðum 2012. Jón Björnsson sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun sem hefur umsjón með Hornstrandafriðlandinu sér um námskeiðið, undirbúning o.fl. ásamt kennurum sem koma að helstu þættir námskeiðum. Námskeiðið spannar rúmlega 100 kennslustundir sem raðast niður á 4 vikur. Það hefst 16. febrúar og lýkur 11. mars. Nemendur sem lokið hafa landvarðarnámskeiði ganga fyrir um landvarðastörf í þjóðgörðum og öðrum friðlýstum svæðum. Umhverfisstofnun hefur yfirumsjón með námskeiðinu.

Markmið námskeiðsins er að tryggja framboð af hæfum landvörðum til starfa á friðlýstum svæðum. Kennt er samkvæmt námskrá Umhverfisstofnunar og reglugerðar um landverði, nr. 061/1990.

Lágmarksaldur þátttakenda er 20 ára á árinu. Lágmarksfjöldi þátttakenda til að námskeið verði haldið er 15 og hámarksfjöldi 30. Umsóknarfrestur er til 5. febrúar.

Sjá nánar um námskeið og skráningu á vef Umhverfisstofnunar hér.

Page 2 of 3

Hafa samband

Fyrirspurn til Landvarðafélags Íslands

 

 

Hafa samband