7th wrc logo 1Nú styttist óðum í Alþjóðaráðstefnu landvarða í Tanzaníu en hún fer fram 4. - 9. nóvember nk. Skráningarfrestur á ráðstefnuna var framlengdur en hægt er að finna allar upplýsingar um ráðstefnuna og skráningu á hana hér á vefsíðu ráðstefnunnar.


Umhverfisráðuneytið veitti Landvarðafélaginu styrk til að senda fulltrúa á ráðstefnuna og Landvarðafélagið mun einnig styrkja ráðstefnufara. Umsóknarfrestur um styrki er til og með 10. desember 2012 og verða styrkir greiddir út fyrir áramót. Umsóknir skal senda í tölvupósti á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. en styrkveiting er bundin því að ráðstefnufari skili inn grein um förina til birtingar á landvarðavefnum ásamt því að segja frá ráðstefnunni á næsta aðalfundi félagsins.

Alþjóðadagur landvarða er 31. júlí ár hvert en fyrsti alþjóðadagur landvarða var haldinn 31. júlí 2007 á 15 ára afmæli Alþjóðasamtaka landvarða IRF (International Ranger Federation). Dagurinn er haldinn til að minnast þeirra mörgu landvarða sem hafa látist eða slasast við skyldustörf. Einnig er þessi dagur haldinn hátíðlegur til að fagna starfi landvarða um allan heim við að vernda náttúru- og menningalegu verðmæti heimsins. Í tilefni dagsins voru íslenskir landverðir víðsvegar um landið með gönguferðir.

 

Skaftafell

Í Skaftafelli var boðið upp á göngu frá þjónustumiðstöðinni og um Gömlutún, en þar er að finna margar tóftir, flestar frá 19. öld: bæi, fjárhús og réttir, svo eitthvað sé nefnt. Þaðan var gengið að gömlu rafstöðinni í Bæjargili og svo í Sel þar sem landverðirnir Hrafnhildur Ævarsdóttir og Sigurður Ingi Arnarson fræddu gesti um lífið í bænum og gáfu þeim svo blóðbergste og kleinur í lokin en 10 manns mættu í gönguna.

NVthingNáttúruverndarhreyfingin á Íslandi efnir til náttúruverndarþings 2012 í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 28. apríl kl. 10-16:30. Fjallað verður um stöðu rammaáætlunar, ferðaþjónustu, lýðræði, friðlönd og skipulag og starf náttúruverndarfélaga.

Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. Þeir sem ætla að borða hádegismat á þinginu (1.990 kr.) eru beðnir um að skrá sig fyrir 25. apríl á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Að kvöldi dags verður svo blásið til Náttúruverndarballs með skemmtidagskrá á efri hæð Kaffi Sólon.

 

landvernd logoFrétt frá Landvernd:
Aðalfundur Landverndar árið 2012 verður haldinn í Nauthóli við Nauthólsvík laugardaginn 12. maí og hefst kl. 10, en húsið verður opnað 9:45.

Dagskrá fundarins fer hér á eftir og lagabreytingatillögur stjórnar félagsins sem hún leggur fram á fundinum má nálgast hér. Núgildandi lög félagsins má finna hér á vefsíðu samtakanna.

Sérstök athygli er vakin á erindi Valgerðar Halldórsdóttur, formanns Sólar í Straumi, en hún mun fjalla um baráttu félagsins gegn stækkun álversins í Straumsvík. Í ár eru liðin fimm ár frá því Hafnfirðingar samþykktu í íbúakosningu að stöðva stækkunina. Heiti erindisins er: ,,Að sigra risa".

Félagsmenn eru hvattir til að mæta á fundinn og taka með sér nýja félaga.

 

Aðalfundur Landvarðafélags Íslands 2012 verður haldinn á Litlubrekku (veislusalur Lækjarbrekku), Bankastræti 2, Reykjavík, þriðjudaginn 10. apríl  kl: 19.00.

                                  

DAGSKRÁ

Venjuleg  aðalfundarstörf samkv. lögum félagsins

1.    Setning aðalfundar og kosning fundarstjóra
2.    Skýrsla stjórnar og umræður um hana
3.    Endurskoðaðir reikningar lagðir fram og umræður um þá
4.    Lagabreytingar
5.    Ákvörðun félagsgjalda
6.    Kosning stjórnar
7.    Kosning í nefndir og kosning endurskoðenda
8.    Önnur mál

Umhverfisráðherra  Svandís Svavarsdóttir verður sérstakur gestur fundarins.

Félagar eru hvattir til að mæta!                                                       

Page 1 of 3

Hafa samband

Fyrirspurn til Landvarðafélags Íslands

 

 

Hafa samband