eo_Agabus_uliginosus-090109_smÁ vef Umhverfisstofnunar er sagt frá tveimur nýjum friðlýsingum.

Friðlýsing búsvæðis fugla í Andakíl. Á alþjóðlega votlendisdaginn þann 2. febrúar sl. undirritaði Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra friðlýsingu búsvæðis fyrir fugla í Andakíl í Borgarfirði. Sveitarfélagið Borgarbyggð, Landbúnaðarháskóli Íslands og landeigendur 13 jarða í Andakíl - Hvítárvalla, Grímarsstaða, Heggsstaða, Báreksstaða, Vatnshamra, Ausu, Neðri-Hrepps, Innri-Skeljabrekku, Ytri-Skeljabrekku, Árdals, Grjóteyrar, Grjóteyrartungu og Skógarkots - standa að friðlýsingunni. Mikil og góð samvinna var milli Umhverfisstofnunar og allra þessara aðila við undirbúning friðlýsingarinnar.

Nánar má lesa um friðlýsinguna í Andakíl á vef Umhverfisstofnunar.

Friðlýsing búsvæðis tjarnarklukku. Hin friðlýsingin lýtur að pödduríkinu en þann 10. febrúar sl. undirritaði Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra friðlýsingu búsvæðis tjarnaklukku á Hálsum við Djúpavog í samræmi við Náttúruverndaráætlun 2009-13. Friðlýsingin var gerð með samþykki sveitarstjórnar Djúpavogshrepps og landeigenda jarðarinnar Strýtu við Berufjörð, og varð Djúpavogshreppur þar með fyrst íslenskra sveitarfélaga til að samþykkja friðlýsingu svæðis til verndar smádýralífi. Við sama tækifæri gerðu Umhverfisstofnun og Djúpavogshreppur með sér samning um umsjón sveitarfélagsins með friðlýsta svæðinu.

Landverdir2009_300Af vef Umhverfisstofnunar:

Umhverfisstofnun auglýsir námskeið í landvörslu. Þátttaka í námskeiðinu veitir landvarðaréttindi. Námskeiðið er 110 tímar og gjald kr. 120.000. Námskeiðið hefst 17. febrúar og lýkur 20. mars n.k. Kennt er um helgar, milli 10 og 18, og á kvöldin á virkum dögum, milli 17 og 22. Einnig er fimm daga vettvangs- og verkefnaferð.

Námskeiðið er kennt bæði í fjar- og staðnámi sem gerir fólki hvar sem er af landinu kleift að taka þátt. Fjarnemar eru skyldugir til að taka hluta námskeiðsins í staðnámi. Staðnámið fer fram húsnæði Umhverfisstofnunar að Suðurlandsbraut 24 í Reykjavík.

Af vef umhverfisráðuneytis:

Thangdoppa300Í umhverfisráðneytinu er nú unnið að heildarendurskoðun á lögum um náttúruvernd. Nú liggja fyrir tillögur að breytingum á þeim þáttum laganna sem brýnast þótti að bæta úr. Hægt er að gera athugasemdir við tillögurnar til og með 21 janúar næstkomandi.

Drög að frumvarpi til laga um breytingar á náttúruverndarlögum
er nú opið til umsagnar. Drögin voru unnin af nefnd sem Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra skipaði í nóvember 2009 til að vinna að endurskoðun náttúruverndarlaga. Öllum er frjálst að senda umhverfisráðuneytinu athugasemdir við drögin með tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. til og með 21. janúar næstkomandi.

Sjá nánar á vef umhverfisráðuneytis hér

Af vef Fuglaverndar:

Hvers vegna er viðkomubrestur og fækkun í varpstofnun kría  við Norður Atlantshaf?

Kra300Freydís Vigfúsdóttir
, líffræðingur og doktorsnemi í dýravistfræði, ætlar að kynna verkefni sem hún vinnur að um kríuna á fræðslufundi Fuglaverndar þriðjdaginn 18.janúar n.k. Freydís rannsakar varp á Snæfellsnesi en markmið rannsóknarinnar hefur verið að rannsaka ástæður víðtæks varpbrests sem hefur verið árlegur síðan 2005. Hún mun kynna þær niðurstöður sem liggja fyrir og svara spurningum sem kunna að vakna. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Arion banka og byrjar kl. 20:30. Allir velkomnir en aðrir en félagar í Fuglavernd greiða 500 kr. í aðgangseyri.rannsakar hversvegna það er viðkomubrestur og fækkun í varpstofnun kría við Noður Atlandshaf. Hún mun kynna þær niðurstöður sem liggja fyrir og svara spurningum sem kunna að vakna.  Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Arion banka Borgartúni 19 og byrjar kl.20:30. Sjá staðsetningu hér. Fundurinn er öllum opinn en aðgangseyrir er 500,- kr. fyrir aðra en félagsmenn Fuglaverndar.

Page 2 of 2

Hafa samband

Fyrirspurn til Landvarðafélags Íslands