Af vef umhverfisráðuneytis: Umhverfisráðherra boðar til VII. Umhverfisþings 14. október 2011 á Hótel Selfossi. Umhverfisþing fjallar að þessu sinni um náttúruvernd, m.a. verður kynnt hvítbók sem ætlað er að leggja grunn að nýjum náttúruverndarlögum. Í málstofum eftir hádegi verður fjallað um friðlýsingar og framkvæmd náttúruverndaráætlunar, vísindaleg viðmið fyrir náttúruvernd og gildi náttúruverndar fyrir útivist og ferðaþjónustu. Boðið verður upp á opna umræðu um brennandi spurningar varðandi vernd íslenskrar náttúru.

Þingið er öllum opið svo lengi sem húsrúm leyfir og hægt er að skrá sig hér. Landvarðafélagið hvetur félagsmenn og annað áhugafólk um náttúruvernd til að taka þátt í umhverfisþingi. Á vef ráðuneytisins eru birt drög að dagskrá.

landvlogoAðalfundur Landvarðafélags Íslands 2011 verður haldinn á Veitingahúsinu Horninu (kjallara), Hafnarstræti 15, miðvikudaginn 6. apríl kl: 19:00.

Dagskrá
Venjuleg aðalfundarstörf samkv. lögum félagsins
1. Setning aðalfundar og kosning fundarstjóra
2. Skýrsla stjórnar og umræður um hana
3. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram og umræður um þá
4. Lagabreytingar
5. Ákvörðun félagsgjalda
6. Kosning stjórnar
7. Kosning í nefndir og kosning endurskoðenda
8. Önnur mál

vatnajokullogoSvandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra staðfesti stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Vatnajökulsþjóðgarð þann 28. mars sl. Á vef umhverfisráðuneytis kemur m.a. fram að Vatnajökulsþjóðgarður sé umfangsmesta verkefni á sviði náttúruverndar sem ráðist hefur verið í hérlendis en hann nær yfir 13% landsins og er stærsti þjóðgarður Evrópu. Stjórnunar- og verndaráætlunin felur í sér stefnu, markmið og framtíðarsýn þjóðgarðsins hvað varðar náttúruvernd, útivist og byggðarþróun. Þar er kveðið á um skipulag samganga í þjóðgarðinum, þjónustu við ferðamenn, náttúrurannsóknir og umhverfisvöktun. Sjá nánar frétt á vef umhverfisráðuneytisins ásamt greinargerð ráðherra og á vef Vatnajökulsþjóðgarðs.

Page 1 of 2

Hafa samband

Fyrirspurn til Landvarðafélags Íslands

 

 

Hafa samband