Jardfraediferd_500pEyjafjallajökull hefur undanfarna tvo mánuði sýnt okkur hvers eldfjöll eru megnug.  Þess vegna fannst stjórn Landvarðafélagsins það vera alveg upplagt að félagið færi í fræðsluferð um eldfjöll, enda starfa margir landverðir á eldvirkum svæðum.  Snæfellsnes varð fyrir valinu, og sá Haraldur Sigurðsson, einn af okkar virtustu eldfjallafræðingum, um leiðsögn í ferðinni.

Ferðin var löng, og því var lagt af stað á þeim ókristilega tíma kl. 6:00 úr Reykjavík, sem aftraði þó ekki 14 eldhressum morgunhönum að mæta í ferðina.  Við fórum hringinn um Snæfellsnes, og stoppuðum á ýmsum merkum stöðum, enda er Snæfellsnes mikið gósenland fyrir jarðfræðiferðir.  Haraldur sá um frábæra leiðsögn í ferðinni, og voru því ferðalangar allfróðari fyrir vikið.  Eftir að við vorum búin að fara hringinn um Snæfellsnes var farið á Eldfjallasafnið, sem er lítið en stórmerkilegt safn í Stykkishólmi.  Þar má finna málverk og ýmis konar smáhluti sem Haraldur hefur safnað í tengslum við rannsóknir hans á eldfjöllum um víða veröld. 

landvernd1Af vef Landverndar:

Aðalfundur Landverndar verður haldinn að Nauthóli við Nauthólsvík miðvikudaginn 26. maí. Húsið opnar kl. 14.30 og hefst fundur á almennum aðalfundarstörfum kl. 15.00.
Stjórn og starfsmenn Landverndar vinna um þessar mundir að stefnumótun fyrir samtökin sem miðar að því að skerpa áherslur og efla náttúruvernd á Íslandi. Við viljum gjarnan fá félaga og aðildarfélög til liðs við okkur í þessari vinnu og hefur í þeim tilgangi verið skipulagt svokallað framtíðarþing sem hefst að loknum aðalfundi kl. 16.30.
Dagskrá lýkur kl. 18.00 með afhendingu Bláfánans við Ylströndina í Nauthólsvík.

Drög að dagskrá aðalfundar 2010

856_strf_1006781826Félags- og tryggingamálaráðuneyti og Vinnumálastofnun hafa aulgýst 856 sumarstörf fyrir námsmenn og fólk af atvinnuleysisskrá við tímabundin átaksverkefni á vegum ráðuneyta og undirstofnana þeirra. Þarna er m.a. að finna störf í þjóðgörðum og á friðlýstum svæðum.

Störfin eru kynnt sem liður í vinnumarkaðsaðgerðum á vegum Vinnumálastofnunar skv. lögum um atvinnuleysistryggingar nr. 54/2006 og vinnumarkaðsaðgerðir nr. 55/2006.

Opnað var formlega fyrir umsóknir á vef Vinnumálastofnunar 12. maí og er umsóknartíminn 1 vika og rennur út 19. maí. Allar nánari upplýsingar er að finna á vef Vinnumálastofnunar www.vmst.is og þar má jafnframt finna upplýsingar um tengiliði fyrir störfin hjá hverri stofnun. Umsækjendur skrá umsókn sína rafrænt og geta að því loknu sótt um þau störf sem áhugi þeirra snýr að.

Page 4 of 8

Hafa samband

Fyrirspurn til Landvarðafélags Íslands

 

 

Hafa samband