fuglaverndAf vef Fuglaverndar:

Sunnudaginn 20. júní mun Fuglavernd bjóða upp á fuglaskoðun í fuglafriðlandinu í Flóa.

Þeir sem vilja sameinast í bíla geta safnast saman við skrifstofu Fuglaverndar í Skúlatúni 6 rétt fyrir klukkan 9 en fuglskoðunin hefst klukkan 10 og lagt verður af stað frá fuglaskoðunarskýlinu sem er við bílastæðið í fuglafriðlandinu í Flóa. Edward Rickson mun leiða okkur um svæðið.

Allir velkomnir en hér má sjá kort af friðlandinu.
Mikilvægt að vera vel skóaður og muna eftir sjónaukanum.

Af vef umhverfisráðuneytis:

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra tilnefndi Guðlaugstungur og Snæfells- og Eyjabakkasvæðið á lista Ramsarsamningsins yfir alþjóðlega mikilvæg votlendissvæði á ráðstefnu um votlendissvæði á Hvanneyri í dag. Umhverfisráðherra og landeigendur undirrituðu einnig viljayfirlýsingu um að friðlýsa votlendissvæði við Hvanneyri og að tilnefna svæðið á lista Ramsarsamningsins.

Markmið Ramsarsamningsins er að stuðla að verndun og skynsamlegri nýtingu votlendissvæða í heiminum, sérstaklega alþjóðlega mikilvæg svæði sem búsvæði fyrir votlendisfugla. Guðlaugstungur og Snæfells- og Eyjabakkasvæðið eru mikilvæg varp- og beitilönd heiðagæsa og Hvanneyri er mikilvægur viðkomustaður blesgæsa og annarra votlendisfugla vor og haust. Fyrir eru þrjú íslensk svæði á Ramsarlistanum: Mývatn og Laxá, Þjórsárver og Grunnafjörður.

Page 3 of 8

Hafa samband

Fyrirspurn til Landvarðafélags Íslands

 

 

Hafa samband