Frá kjaranefnd Landvarðafélags Íslands:

Í maímánuði 2010 var undirritaður nýr stofnanasamningur milli Starfsgreinasambands Íslands annars vegar (sem samdi fyrir hönd landvarða) og Umhverfisstofnunar og Vatnajökulsþjóðgarðs hins vegar. Tildrög að nýjum samning var að enginn samningur hafði verið gerður við Vatnajökulsþjóðgarð og að aldrei hafði verið lokið við gerð fyrri samnings við Umhverfisstofnun hvað varðar ákvæði um endurmenntun landvarða. Af hálfu samningsmanna þjóðgarðanna tveggja var óskað eftir að einn samningur yrði gerður sem gilti fyrir báðar stofnanir, jafnframt óskuðu þeir eftir að meiri sveigjanleiki yrði gerður mögulegur í nýjum samningi. Vegna efnahagsástandsins var ljóst frá upphafi að ekki næðust fram kjarabætur fyrir landverði en lögð var á það áhersla af hálfu kjaranefndar Landvarðafélags Íslands að ekki yrðu um kjaraskerðingu að ræða.

-vatnajokulsgardur2010_121338602

Af vef sunnlenska:

Nýr landvarðarbústaður var opnaður formlega í Blágiljum í Skaftárhreppi í síðustu viku.

Þetta er fyrsta húsið af þessu tagi í Vatnajökulsþjóðgarði en það er hannað af arkitektastofunni Arkís. Markmiðið var að hanna sjálfbært hús með tilliti til orkunotkunar, frárennslis og viðhalds sem nýst getur Vatnajökulsþjóðgarði á fleiri stöðum innan garðsins.

Það er byggt upp af einingum sem hægt er að flytja og raða saman á mismunandi hátt, í misstórum einingum eftir umfangi starfseminnar, svo það falli sem best að landslagi á hverjum stað.

Húsin eru klædd að utan með cortenstáli sem myndar með tímanum náttúrulega ryðbrúna, viðhaldsfría yfirborðsáferð. Aðlægt grjót verður notað í grjóthleðslur upp að veggjum og palli svo húsin falli sem best inn í landslagið á hverju svæði. Að innan eru veggir og loft klædd með birkikrossviði og furuborð eru á gólfum.

Blágiljahúsið samansendur af einni gunneiningu, 25 m2 íbúð landvarðar ásamt 12 m2 verkstæði og geymslu. Pallur tengir húsin saman en gert er ráð fyrir viðbótareiningu með eldunarkrók og setustofu þegar landvörðum fjölgar á svæðinu.

Smíði og uppsetningu hússins annaðist RR Tréverk ehf á Kirkjubæjarklaustri.

Natturutulkunarnamskeid_300Nú fer að líða að þriðju sameiginlegu  námstefnu Norður- og Balkanlandanna sem verður haldin dagana 1.-3. september 2010 í Finnlandi, nánar tiltekið í Häme lake uplands: í Häme Visitor Centre and in Liesjärviand Torronsuo National Parks.

Fyrsta námstefnan var í Danmörku 2008  og fóru þá tveir fulltrúar frá Landvarðafélaginu. Síðasta ár var hún haldin í Noregi og fór þá einn fulltrúi.

Skráningu þarf að vera lokið eigi síðar en 30.júlí 2010.

Nú er bara að bretta upp ermarnar og leggja sumarhýruna undir koddann þar til í haust :-)

Þeim sem hafa áhuga er bent á að hafa samband við Þórunni, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., sími: 894 1421.

Page 2 of 8

Hafa samband

Fyrirspurn til Landvarðafélags Íslands

 

 

Hafa samband