lundi-i-holu_300x

Vakin er athygli á fræðsluerindi á vegum Hins íslenska náttúrufræðifélags.

„Fortíð, nútíð og framtíð lundastofns Vestmannaeyja.“

Dr. Erpur Snær Hansen, líffræðingur við Náttúrustofu Suðurlands, heldur erindi á vegum Hins íslenska náttúrufræðifélags.  Erindið verður flutt mánudaginn 26. apríl kl. 17:15 í stofu 132 í Öskju, Náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands.  Aðgangur er öllum heimill og ókeypis.

Nýr vefur er nú í smíðum fyrir Landvarðafélagið. Gamli vefurinn hefur undanfarna mánuði verið að missa ýmsa virkni og er ástæðan sú að vefumsjónarkerfið sem heldur utan um hann er ekki lengur þjónustað og uppfært og er því orðið úrelt. Verið er að vinna í að færa vefinn í nýtt vefumsjónarkerfi og hressa upp á hann. Vonast er til að nýr vefur líti dagsins ljós á næstu vikum.

Verður haldinn að Lækjarbrekku, Bankastræti 2, Reykjavík mánudaginn 12. apríl 2010 kl. 19:00

Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf samkv. lögum félagsins

1. Setning aðalfundar og kosning fundarstjóra
2. Skýrsla stjórnar
3. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram
4. Lagabreytingar
5. Ákvörðun félagsgjalda
6. Kosningar stjórnar
7. Kosning í nefndir og kosning endurskoðenda
8. Önnur mál

Page 7 of 8

Hafa samband

Fyrirspurn til Landvarðafélags Íslands

 

 

Hafa samband