Af vef umhverfisstofnunar:

umhverfisstofnun_storf_i_bodi_litilLaust starf á deild náttúruverndar

Hjá Umhverfisstofnun er laust til umsóknar starf sérfræðings á deild náttúruverndar. Í boði er starf hjá stofnun þar sem lögð er áhersla á sterka liðsheild, metnað og fagmennsku í starfi.

Helstu verkefni sérfræðingsins verða vinna við fræðslu á friðlýstum svæðum, friðlýsingar og afgreiðslu stjórnsýsluerinda á sviði náttúruverndar auk umsýslu og umsjónar með verkefnum landvarða.

Gerð er krafa um meistarapróf á sviði náttúruvísinda, s.s. í umhverfis- og auðlindafræði.

landvardavefur

Nýr vefur hefur verið í smíðum undanfarna mánuði og er nú kominn í loftið. Vefumsjónarkerfið sem hélt utan um gamla vefinn var orðið úrelt svo að ýmislegt var hætt að virka. Ákveðið var að setja nýjan vef upp í vefumsjónarkerfinu Joomla og fór vefstjórinn Guðrún Lára Pálmadóttir á námskeið í uppsetningu vefja í því kerfi hjá Berthu G. Kvaran hjá BGK vefsíðugerð. Í framhaldi af því var Bertha fengin til að aðstoða við gerð nýja vefsins og þakkar Landvarðafélagið henni fyrir frábært samstarf. Allt efni var flutt af gamla vefnum svo hægt er að frétta í gömlum fréttum og öðru efni aftur til ársins 2000. Málbeinið, sem er lokað spjallsvæði fyrir félaga, hefur verið endurvakið og verða vonandi fjörugar umræður þar. Enn á eftir að fínpússa ýmislegt og eru allar ábendingar vel þegnar um það sem betur má fara á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

 

iyb2010_logo_islenska_enginn_texti

Samningur Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni hefur útnefnt árið 2010 sem ár líffræðilegrar fjölbreytni. Ætlunin er að vekja athygli á málefnum líffræðilegrar fjölbreytni og þeim afleiðingum sem rýrnun hennar getur haft í för með sér. Leitast verður við að fá sem flesta til að taka þátt í að viðhalda líffræðilegri fjölbreytni.

Page 6 of 8

Hafa samband

Fyrirspurn til Landvarðafélags Íslands

 

 

Hafa samband