Af vef umhverfisráðuneytis:

toppondAð frumkvæði umhverfisráðuneytisins verður efnt til ráðstefnu í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands um votlendi og endurheimt þess. Titill ráðstefnunnar er Endurheimt votlendis - hvað þarf til? Ráðstefnan er haldin í tilefni alþjóðlegs árs líffræðilegrar fjölbreytni og í ljósi vaxandi umræðu um mikilvægi votlendis í loftslagsbreytingum.

Meðal fyrirlesara er Hans Joosten, prófessor við Greifswaldháskóla í Þýskalandi, sem er mjög virtur sérfræðingur í endurheimt votlendis á alþjóðavettvangi. Hann hefur verið leiðandi í alþjóðlegum umræðum um þátt votlendis í loftslagsbreytingum. Hann hefur jafnframt tekið virkan þátt í starfi öflugustu félagasamtaka um málefni votlendis Wetland International.


Votlendi eru algeng landgerð á Íslandi og talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi þess að endurheimta röskuð votlendi til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftið og til að efla líffræðilegan fjölbreytileika. Á ráðstefnunni verður lögð áhersla á að fjalla um möguleika á endurheimt votlendis og hvernig best megi vinna að því verkefni. Jafnframt mun umhverfisráðherra tilkynna um ný votlendissvæði á lista Ramsarsamningsins. Markmið Ramsarsamningsins er að stuðla að verndun og skynsamlegri nýtingu votlendissvæða í heiminum, sérstaklega sem búsvæði fyrir votlendisfugla. Nú eru þrjú votlendissvæði hér á landi á lista samningsins. Það eru Þjórsárver, Mývatn- og Laxársvæðið og Grunnafjörður.

vatnsborgarhll1Kæru landverðir
Laugardaginn 8. maí ætlum við að fara í eldfjallaferð á Snæfellsnes. Leiðsögumaður okkar verður Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur, sem hefur varið starfævi sinni í að rannsaka eldfjöll um víða veröld, en hefur nú snúið á klakann á ný og stofnað Eldfjallasafnið á Snæfellsnesi. Þar sem ferðin verður löng, þá ætlum við að leggja af stað alveg eldsnemma, kl. 6 um morguninn úr Reykjavík. Gert er ráð fyrir að koma aftur til Reykjavíkur um kl. 20. Félagið mun greiða ferðina niður að hluta en fargjaldið verður að hámarki 4500 kr.

ATHUGIÐ AÐ SKRÁNINGARFRESTUR Í FERÐINA RENNUR ÚT MIÐVIKUDAGINN 5. MAÍ, endilega skráið ykkur sem allra  fyrst!!!

Skráning í ferðina sendist á Sigrúnu Sigurjónsdóttur, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., eða Ástu Rut  Hjartardóttur, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Kveðja, Landvarðafélagið

fuglaverndFrá Fuglavernd:

Fuglavernd mun taka þátt í vormarkaði skógræktarfélags Reykjavíkur um næstu helgi, laugardaginn 8.maí og sunnudaginn 9.maí. Þar verður m.a. með garðfuglabæklinginn til sölu. Hér má sjá kort af svæðinu en markaðurinn er opinn frá 10:00-17:00 og á heimasíðu Fuglaverndar má sjá frekari upplýsingar um aðra sem verða þarna með varninginn sinn.
Laugardaginn 8. maí verður svo fuglaskoðun við Elliðavatn í tilefni af alþjóðlega farfugladeginum. Lagt verður af stað frá Elliðavatnsbæ stundvíslega klukkan 14:00 og munu þeir Edward Rickson og Jakob Sigurðsson leiða gönguna. Munið eftir að taka sjónaukann með ykkur en Veðurstofan spáir góðu skyggni og stilltu veðri.

Page 5 of 8

Hafa samband

Fyrirspurn til Landvarðafélags Íslands

 

 

Hafa samband