biodiversity2010_l1Sameinuðu þjóðirnar helguðu árið 2010 líffræðilegri fjölbreytni (biodiversity). Af þessu tilefni efna Líffræðifélag Íslands, Vistfræðifélag Íslands og styrktaraðilar til vísindaráðstefnu um rannsóknir á eðli, tilurð og verndun líffræðilegrar fjölbreytni.
Ráðstefnan verður haldin laugardaginn 27. nóvember 2010 í Norræna húsinu.

Gert er ráð fyrir dagskrá frá 9:00 til 18:30, fyrst yfirlitserindi, síðan styttri fyrirlestrar og loks veggspjaldakynning og veitingar. Sjá nánar um ráðstefnuna á vef Vistfræðifélags Íslands.

Skaftarfludir-2_300Stofnun Eldvatna - samtaka um náttúruvernd í Skaftárhreppi sunnudaginn 14. nóvember nk.

Þann 28. júní sl. stofnaði hópur áhugafólks félagsskapinn  Eldvötn – samtök um náttúruvernd í Skaftárhreppi.

Framhaldsstofnfundur og um leið fyrsti stóri félagsfundurinn  verður haldinn á Hótel Klaustri á Kirkjubæjarklaustri  sunnudaginn 14. nóvember nk. kl. 14.

Markmið samtakanna er að vera málsvari umhverfis- og náttúruverndarsjónarmiða, fyrst og fremst.  Þessum markmiðum hyggjast samtökin ná með því að:

  • Efla vitund almennings – einkum íbúa Skaftárhrepps – um  gildi náttúrunnar,  umhverfismál og náttúruvernd.
  • Veita stjórnvöldum og framkvæmdaaðilum gagnrýnið aðhald.

Laugardaginn 13. nóvember verður boðið upp á spennandi hellaferð fyrir félagsmenn í Stefánshelli í Hallmundarhrauni með Árna B. Stefánssyni augnlækni og hellakönnuði. Árni býr yfir miklum fróðleik um hella og hellavernd sem hann ætlar að deila með okkur. Lagt verður af stað úr Reykjavík kl. 10 frá náttúrufræðihúsinu Öskju að Sturlugötu 7. Ferðin tekur um 7 klst. Um kvöldið verður efnt til haustteitis og verður það nánar auglýst síðar.

Stefnt er á að fara saman í rútu sem félagið mun niðurgreiða og verður kostnaði því haldið í lágmarki. Nauðsynlegt er að hafa fjöldann nokkurn veginn til taks fljótlega vegna rútumála. Við biðjum ykkur því að bregðast skjótt við ef þið hafið áhuga á að slást í för með því að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hringja í Gunnu Láru í síma 862 6362 fyrir 1. nóvember. Makar eru velkomnir og greiða þá fullt gjald fyrir rútuna.

Page 1 of 8

Hafa samband

Fyrirspurn til Landvarðafélags Íslands

 

 

Hafa samband