Vorfagnaður landvarða 17. maí

Nú fer alveg að koma að því... vorfagnaður landvarða verður eftir 2 daga og væntanlega bíða allir í ofvæni. Gleðin hefst kl. 16:00 og verður í Þjóðhátíðarlundinum í Heiðmörk (sjá kort hér). Við viljum hvetja ykkur til að taka alla fjölskylduna með, en við ráðgerum að hafa eitthvað sem hæfir öllum aldurshópum, alla vega svona fram eftir kvöldi.

Við minnum fólk á að klæða sig eftir veðri og koma með eitthvað gott á grillið en landvarðafélagið sér um að heitt verði á kolunum. Það eina sem verður á staðnum er áfengi sem selt verður á vægu verði þannig að þið verðið sjálf að sjá um allt hitt sem þið ætlið að láta ofan í ykkur og borða af.
Það væri ágætt ef þið gætuð tilkynnt þátttöku á netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., eða í síma 699 3706 / 695 5979 / 868 2959.

Vonumst til að sjá sem flesta á laugardaginn!

Skemmtinefndin (Laufey, Helga og Soffía)

Hafa samband

Fyrirspurn til Landvarðafélags Íslands

 

 

Hafa samband