Evrópuráðstefna í Ungverjalandi

Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig á 2. Evrópuráðstefnu landvarða sem haldin verður í Ungverjalandi 14.-20. september 2008. Þátttaka er góð og hafa þónokkrir skráð sig en skráningu líkur í þessari viku.

Í fyrra fóru 11 landverðir á  fyrstu Evrópu ráðstefnuna   sem haldin var í Rúmeníu sem var mjög áhugaverð og gaman að sjá hvað landverðir eru að bardúsa í öðrum löndum.  Ungverjarnir höfðu svo gaman af að þeir vildu
ólmir halda ráðstefnu að ári.
Ráðstefnugjaldið  er 360 evrur.  Landvarðafélagið sé sér því miður ekki fært um að veita styrk í ferðina.

Þeim sem hafa áhuga er bent á að hafa samband við Þórunni Sigþórsdóttur,  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., sími. 894-1421, eða Dagnýju Indriðadóttur 698-4936 This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Hafa samband

Fyrirspurn til Landvarðafélags Íslands

 

 

Hafa samband