Umhverfisstofnun auglýsir námskeið í landvörslu sem haldið verður í húsnæði stofnunarinnar, Suðurlandsbraut 24, í febrúar og mars n.k. Þátttaka í námskeiðinu veitir landvarðaréttindi og forgang um landvörslustörf á vegum Umhverfisstofnunar. Námskeiðsgjald er kr. 65.000.-. Námskeiðið er háð því að viðunandi þátttaka fáist.

Umsóknum skal skilað bréflega til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24 eða í tölvupósti á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 1. febrúar 2008. Í umsókn komi fram nafn, kennitala, heimilisfang, sími og netfang. Skilyrði er að umsækjendur séu fæddir 1988 eða fyrr.

Aðallega er kennt um helgar og á kvöldin á virkum dögum og er lengd námskeiðsins í heild sinni 120 klst.
Nánari upplýsingar veitir Ólafur A. Jónsson hjá Umhverfisstofnun, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.


Sjá stundatöflu hér fyrir neðan:

Dagskrá landvarðanámskeiðs 2008 – Stundaskrá

Dags:
Efni og helstu aðferðir:
Lengd.
Tími.
1. lota    7-10 febrúar – 30 klst.
7. feb.
Kynning á námskeiði
1 klst.
17-18
7. feb.
Helstu störf landvarða. Fyrirlestrar, umræður og verkefni
4 klst.
18-22
8. feb.
Náttúruvernd, saga, hugmyndafræði. Friðlýsingar, flokkar, einstök svæði m. sérstakt gildi . Fyrirlestrar, umræður og verkefni.
5 klst.
17-22
9. feb.
Umhverfistúlkun, hugmyndafræði og grundvallaratriði. Fyrirlestrar og verkefni.
3 klst.
9-12
9. feb.
Menningarminjar. Gildi, verndun. Áhrifavaldar. einstakir þættir – greining sérstöðu og nýting við fræðslu. Fyrirlestrar og vettvangsferð eftir hádegi.
6 klst.
13-19
10. feb.
Náttúrufræði. Grunnþættir, hugtök, gildi, verndun. Áhrifavaldar, þolmörk, aðferðir. Einstakir þættir – greining sérstöður og nýting við fræðslu. Fyrirlestur
3 klst.
9-12
10. feb.
Vettvangsferð í nágrenni Reykjavíkur. Kynning á aðstæðum, útivinna og verkefni. Frekari upplýsingar koma síðar.
6 klst.
12:30-18:30
2. lota    14-15 febrúar – 10 klst.
14. feb.
Mannleg samskipti, almennt um samskipti, sjálfsmynd, hindranir, framkoma, ímynd og fleira. Að taka á erfiðum málum. Fyrirlestrar, umræður og verkefni.
5 klst.
17-22
15. feb.
Gestir friðlýstra svæða. Ferðamennska, áhrifaþættir framtíðar, ástæða heimsókna á svæði, sýn gesta, þolmörk og viðhorf. Mismunandi hópar og þarfir gesta.
5 klst.
17-22
3. lota    20-24 febrúar – 40 klst.
20. feb.
Farið í Skaftafell
4 klst.
21. feb.
Þemaumhverfistúlkun
10 klst.
22. feb.
Umhverfistúlkun æfingar. Persónuleg í gönguferðum og gestastofu
10 klst.
23. feb.
Sama og 22. feb.
10 klst.
24. feb.
Lok umhverfistúlkunar í Skaftafelli og farið heim
6 klst.
4. lota    6-7 mars – 10 klst.
6. mars
Stjórnsýsla umhverfismála. UST, hlutverk og staða, verkefni og fleira. Vatnajökulsþjóðgarður, hlutverk, staða og verkefni. Þingvallanefnd, hlutverk, staða og verkefni. Sveitarfélög og aðrir sem koma að rekstri og umsjón. Lög og reglugerðir. Samstarfsaðilar erlendis. Alþjóðasamningar. Náttúruverndaráætlun. Fyrirlestrar og umræður.
5 klst.
17-22
7. mars
Öryggismál. Hlutverk landvarða, boðleiðir, eigið öryggi, öryggi gesta, að þekkja svæðið sitt. Öryggisgreining og öryggisáætlun. Gerð öryggisáætlunar. Hálendisgæslan.  Fyrirlestrar, umræður og hópverkefni.
5 klst.
17-22
5. lota   13-16 mars – 30 klst.
13. mars
Fræðsla. Gerð náttúru- og sögustíga.
5 klst.
17-22
14. mars
Fræðsla. Frh. Náttúru og sögustígar. Fræðsluskilti.
5 klst.
17-22
15. mars
Göngustígagerð. Vettvangsferð
10 klst.
9-19
16. mars
Verndaráætlun, stefnumörkun. Hvað er og fyrir hverja? Hagsmunaaðilar. Samráð. Stjórntæki. Fyrirlestrar og vettvangsferð
10 klst.
9-17
16. mars
Lok námskeiðs
2 klst.
18-20

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum kynnir:

NÄKKÄLÄ
Heimildamynd um vináttu tveggja ólíkra manna í stórbrotinni náttúru finnsku túndrunnar

Miðvikudagur 5. mars kl. 18:00
Norræna húsið
Aðgangur ókeypis
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur stendur fyrir sýningu á heimildamyndinni Näkkälä sem fjallar um vináttubönd tveggja ólíkra manna í stórbrotinni náttúru finnsku túndrunnar. Näkkälä er lítið þorp í Norður-Finnlandi þar sem fólk og dýr búa í nánu sambýli við náttúruna. Hans Ulrich Schwaar, rithöfundur frá Sviss sem kominn er á efri ár, hefur átt þar búsetu síðastliðin 20 ár hjá hreindýrabóndanum Iisakki-Matias Syväjärvi. Lífsviðhorf Samanna hafa veitt skáldinu mikinn innblástur og djúpstæð vinátta þróast á milli hans og hreindýrabóndans þrátt fyrir ólíkan bakgrunn.

Í myndinni er mönnunum tveimur fylgt eftir og lífinu í þessu litla þorpi gerð góð skil. Flestir byggja afkomu sína á hreindýrabúskap og eru í náinni snertingu við náttúruna sem allir vita að sýnt getur á sér ýmsar hliðar á norðlægum slóðum. Lífsvenjur eru töluvert ólíkar því sem gengur og gerist í okkar hraða nútímasamfélagi og önnur viðhorf til lífs og dauða, einveru, lífsgleði o.s.frv. Meðal góðra vina er þögnin ekki síðri samskiptamáti en hið talaða mál.

Þó stórbrotin náttúra skipi stóran sess í myndinni þá fjallar hún einnig um samskipti milli fólks; samlyndi, vináttu, ósætti og andstæður.   Kvikmyndagerðarmaðurinn Peter Ramseier hefur fangað líf þessa fólks með einstaklega ljóðrænum og fallegum hætti.  Myndin er 88 mínútur að lengd og með enskum texta.

Þjóðgarðurinn á Þingvöllum óskar eftir að ráða landverði til starfa sumarið 2008.

Um er að ræða umsjón og eftirlit í þjóðgarðinum, þátttöku í fræðslu ásamt vinnu í afgreiðslu þjóðgarðsins á Leirum og fræðslumiðstöð á Haki.

Umsækjendur skulu hafa lokið námskeiði í landvörslu eða hafa reynslu af sambærilegum störfum. Góð tungumálakunnátta
og hæfni í mannlegum samskiptum eru kostir sem tekið verður tillit til við ráðningu.

Umsóknir sendist;
Þingvallanefnd, Austurstræti 8-10.
101 Reykjavík eða með tölvupósti á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 482 3609 frá kl. 09:00-12:00
Umsóknarfrestur er til 25. mars nk.

Vatnajökulsþjóðgarður hefur auglýst eftir starfsfólki til sumarstarfa. Ráðið verður í eftirfarandi stöður:

Skaftafell: Landverðir, starfsfólk í móttöku og upplýsingagjöf, á tjaldsvæði, í ræstingu og almenn störf.
Jökulsárgljúfur: Landverðir, starfsfólk í móttöku og upplýsingagjöf, á tjaldsvæði, í ræstingu og almenn störf.
Herðubreiðarlindir og Dreki: Landverðir og skálaverðir í samvinnu við Ferðafélag Akureyrar.
Hvannalindir, Kverkfjöll og Snæfell: Landverðir og skálaverðir í samvinnu við Ferðafélag Fljótsdalshérað.
Lón: Landvörður.
Hrauneyjar: Landvörður.
Nýidalur: Landvörður.

Starfstími ofangreindra starfa er almennt frá byrjun júní til loka ágúst.

Varðandi landvarðastöður og starf í móttöku og upplýsingagjöf er haft til viðmiðunar að umsækjendur séu 20 ára og hafi lokið landvarðanámskeiði eða hafi reynslu af landvörslu eða sambærilegu starfi. Einnig er gerð krafa um gott vald á íslensku svo og enskukunnáttu. Önnur tungumálakunnátta er kostur. Almennar kröfur eru að viðkomandi hafi ökuréttindi, hafi ríka þjónustulund, sé jákvæður, sýni lipurð í mannlegum samskiptum og geti unnið undir álagi. Staðarþekking er einnig æskileg.
Umsóknarfrestur er til og með 25. mars og skulu umsóknir sendar á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í pósti á: Vatnajökulsþjóðgarður, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík. Hér má nálgast umsóknareyðublað.

Frekari upplýsingar má fá með því að senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og í síma 5758400.

ustUmhverfisstofnun auglýsir eftir starfsfólki til landvörslu á eftirtöldum stöðum sumarið 2008:

Þjóðgarðinum Snæfellsjökli, Friðlandi að Fjallabaki, Mývatnssveit, Vatnsfirði, Gullfossi og Geysi, Dyrhólaey, Hornströndum og friðlýstum svæðum á Vesturlandi (svæðalandvarsla). Náttúruverndarsvæðin lúta öll stjórn Umhverfisstofnunar en ýmist er starfsfólk eitt við landvörslu eða undir stjórn yfirlandvarðar eða þjóðgarðsvarðar viðkomandi svæðis.
Störf landvarða á framangreindum svæðum felast m.a. í að fylgjast með að á svæðinu séu ekki brotin ákvæði friðlýsingar svæðisins og lög um náttúruvernd, sjá um vöktun umhverfisþátta, móttöku gesta, veita upplýsingar og fræða gesti, halda við merktum gönguleiðum, sjá um gönguferðir og fræðslustundir og vera viðbúnir ef slys bera að höndum.  Störf landvarða eru frekar skilgreind í sérstökum erindisbréfum.

Umsækjendur sem lokið hafa landvarðanámskeiði ganga fyrir um störf. Að öðru leyti verða eftirfarandi kröfur um þekkingu, reynslu og hæfni hafðar til viðmiðunar við val á starfsfólki:

• Reynsla af landvörslustörfum eða áþekk reynsla
• Íslenskukunnátta
• Góð tungumálakunnátta, einkum í ensku og Norðurlandamáli. Frekari tungumálakunnátta er   kostur
• Ökuréttindi
• Æskilegt að umsækjendur hafi náð 20 ára aldr
• Reynsla af útivist og náttúrutúlkun er kostur
• Sýnir lipurð í mannlegum samskiptum

Í öllum tilfellum eru um að ræða 100% tímabundin störf. Starfstími er breytilegur eftir svæðum, þeir fyrstu hefja störf í lok apríl og sumstaðar lýkur landvörslu ekki fyrr en í september. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og Starfsgreinasambandsins.

Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um starfið.

Næstu yfirmenn landvarða eru: Guðbjörg Gunnarsdóttir, Þjóðgarðinum Snæfellsnesi, Jón Björnsson, friðlandinu Hornströndum, Elva Guðmundsdóttir, verndarsvæðinu við Mývatn og Laxá og Ólafur A. Jónsson, utan framangreindra svæða.
Æskilegt er að umsóknum sé skilað á sérstökum umsóknareyðublöðum fyrir störfin, sem hægt að nálgast á heimasíðu Umhverfisstofnunar (www.ust.is) og í móttöku hennar að Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík. Umsóknir skulu sendar á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða á Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, eigi síðar en 25. mars 2008. Nánari upplýsingar um Umhverfissstofnun, náttúruverndarsvæðin og starfstímabil er að finna á heimasíðu stofnunarinnar www.ust.is.  Einnig er hægt að leita upplýsinga hjá Ólafi A. Jónssyni, sérfræðingi og Sigrúnu Valgarðsdóttur starfsmannastjóra, síma 591 2000. Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðstöfun starfanna liggur fyrir.

Stjórnun verndaðra svæða

Málþing í Öskju Náttúrufræðahúsi, stofu 132, Sturlugötu 7

fimmtudaginn 29. maí kl. 13-17

Dagskrá

13:00      Setning málþings

13:10      Upphaf þjóðgarða og gildi þeirra í fortíð, nútíð og framtíð

Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir þjóðgarðsvörður Jökulsárgljúfrum

13:40    Verndarviðmið Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna, IUCN

Þóra Ellen Þórhallsdóttir prófessor í grasafræði, Háskóla Íslands

13:55    Áherslubreytingar í stjórnun náttúruverndarsvæða

Karl Benediktsson prófessor í landfræði, Háskóla Íslands

14:15    Stjórnun verndaðra svæða á Íslandi


Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig á 2. Evrópuráðstefnu landvarða sem haldin verður í Ungverjalandi 14.-20. september 2008. Þátttaka er góð og hafa þónokkrir skráð sig en skráningu líkur í þessari viku.

Í fyrra fóru 11 landverðir á  fyrstu Evrópu ráðstefnuna   sem haldin var í Rúmeníu sem var mjög áhugaverð og gaman að sjá hvað landverðir eru að bardúsa í öðrum löndum.  Ungverjarnir höfðu svo gaman af að þeir vildu
ólmir halda ráðstefnu að ári.
Ráðstefnugjaldið  er 360 evrur.  Landvarðafélagið sé sér því miður ekki fært um að veita styrk í ferðina.

Þeim sem hafa áhuga er bent á að hafa samband við Þórunni Sigþórsdóttur,  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., sími. 894-1421, eða Dagnýju Indriðadóttur 698-4936 This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Ýlir er vaknaður af værum blundi, þökk sé ritnefnd Landvarðafélagsins. Kynnið ykkur fjölbreytt og forvitnilegt efni fréttabréfsins hér.

utiadakaStofnun Sæmnudar fróða og umhverfisráðuneytið boða til stefnumóts um utanvegaakstur 24. september 2008 kl. 12:00-13:30 í fundarsal Þjóðminjasafnsins. Yfirskrift stefnumótsins er Úti að aka í náttúru Íslands. Erindi flytja Ólafur Arnar Jónsson frá Umhverfisstofnun og Þorsteinn Víglundsson frá umhverfisnefnd ferðaklúbbsins 4 x 4. Umræður að erindum loknum og allir velkomnir!

Evrópuráðstefna landvarða verður haldin í Ungverjalandi 14.-20. september 2008. Dagskrána má finna á vefsíðu ráðstefnunnar hér.


Eftir ráðstefnuna verður boðið upp á 2 ferðir Northern mountain range a og Lake Balaton. Fyrir ráðstefnuna verður boðið upp á skoðunarferð um höfuðborgina Búdapest og dagskrá hennar má finna hér.

We prepare two post-seminar programmes, the details will be available at an early date.
The two scenes:
Northern mountain range http://anp.nemzetipark.gov.hu/index.php?lang=en and http://bnp.nemzetipark.gov.hu/index.php?lang=en
Lake Balaton http://www.bfnpi.hu/index.php?lang=en
I am in charge of the pre-semminar programme (sightseeing in Budapest). The programme is attached.
Would you be so kind to make a little a public opinion survey in Denmark about expectations pre and post seminars.

Best regards, Zoltan and Tünde

Nú fer alveg að koma að því... vorfagnaður landvarða verður eftir 2 daga og væntanlega bíða allir í ofvæni. Gleðin hefst kl. 16:00 og verður í Þjóðhátíðarlundinum í Heiðmörk (sjá kort hér). Við viljum hvetja ykkur til að taka alla fjölskylduna með, en við ráðgerum að hafa eitthvað sem hæfir öllum aldurshópum, alla vega svona fram eftir kvöldi.

Við minnum fólk á að klæða sig eftir veðri og koma með eitthvað gott á grillið en landvarðafélagið sér um að heitt verði á kolunum. Það eina sem verður á staðnum er áfengi sem selt verður á vægu verði þannig að þið verðið sjálf að sjá um allt hitt sem þið ætlið að láta ofan í ykkur og borða af.
Það væri ágætt ef þið gætuð tilkynnt þátttöku á netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., eða í síma 699 3706 / 695 5979 / 868 2959.

Vonumst til að sjá sem flesta á laugardaginn!

Skemmtinefndin (Laufey, Helga og Soffía)

Í dag 31. júlí er alþjóðadagur landvarða haldinn í 2. sinn og bjóða landverðir upp á göngur og ýmsa fræðslu víða um land í tilefni dagsins.
Til hamingju með daginn landverðir!

Kæru landverðir,

Þegar landverðir sem og aðrir landsmenn hafa þreyjað þorrann og góan hefur tekið völdin, ætlar skemmtinefnd Landvarðafélagsins að efna til gleði henni til heiðurs laugardaginn 8. mars. Haldið verður út á Reykjanesfólkvang kl. 11 um morguninn og gengið um svæðið undir leiðsögn landvarðar svæðisins, Soffíu Helgu Valsdóttur, sem mun miðla af sínum fróðleik um þetta heillandi svæði. Reykjanesfólkvangur býður upp á mörg skemmtileg tækifæri til útivistar og gangan ætti að vera við allra hæfi. Við viljum biðja fólk að klæða sig eftir veðri og taka með sér gott nesti. Gangan ætti að taka ca. 3-4 klst. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku með því að senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. , eða hringja í síma 699 3706/868 2959. Látið þess þá getið hvort þið verðið á eigin bíl eður ei. Nákvæm ferðatilhögun verður svo tilkynnt síðar.

Um kvöldið verður svo safnast saman í Skálagerði 13 kl. 21:00, að heimili landvarðar Reykjanesfólkvangs. Þar verður glaðst yfir góunni með frjálsri aðferð. Veitingar verða í boði gegn vægu gjaldi en við biðjum fólk um að hafa með sér skotsilfur til að geta notið veitinganna.

Vonumst til að sjá sem flesta! 
Skemmtinefndin

Hafa samband

Fyrirspurn til Landvarðafélags Íslands

 

 

Hafa samband