Landvarðastefna í Rúmeníu - Síðustu forvöð að skrá sig!

Á morgun 15. júní eru síðustu forvöð að skrá sig á Landvarðastefnu evrópskra landvarða í Rúmeníu í haust!

Landvarðastefnan verður haldin í  Rúmeníu 17.-21. septemer. Dagskráin er mjög spennandi og einnig ferðirnar sem þeir rúmensku bjóða uppá eftir ráðstefnuna. Skráningareyðublað er hér og það má senda á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Þegar er þó nokkur hópur landvarða héðan búinn að skrá sig og verður þetta án efa hin skemmtilegasta samkunda.

Nánari upplýsingar og fyrirspurnir gefur vefstjórinn Guðrún Lára Pálmadóttir í síma 822 4009 eða á netfangi This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Kveðja,
stjórnin (sem er meira og minna öll að fara til Danmerkur í dag :)

Hafa samband

Fyrirspurn til Landvarðafélags Íslands

 

 

Hafa samband