Eins og flestir vita er aðeins þrennt sem getur bjargað geðheilsunni í desembermánuði:

• Vera í jólaskapi - sama hvað á dynur
• Gera mikið af því að vera slakur og hitta góða félaga
• Sötra Jólaglögg - að hætti LANDVARÐARINS!!!

JÓLAGLÖGG landvarða býður upp á allt þetta og gott betur á einu bretti!!!

Við ætlum að hittast laugardaginn 20. desember kl. 21:00Tómasarhaga 40
(dyrabjalla „Hanna Kata og Guðrún“).

Sjá nánar í tilkynningu frá Grýlu og Leppalúða.

Ágætu félagar,

Þá er komið að því: Á laugardaginn kemur, 29. nóv., um kl. 19:00*, verður haustfagnaður Landvarðafélagsins haldinn á Celtic Cross, Hverfisgötu 29, Reykjavík. Fjölmennum á krána og gerum okkur glaðan (haust)dag saman!

Staðarval og stund þessa haustfagnaðar tekur mið af tveimur öðrum atburðum sama dag, sem fjöldi landvarða sækir. Fyrr um daginn (kl. ca. 14 - 17) verða hjá Umhverfisstofnun svokölluð töðugjöld landvarða sem störfuðu hjá stofnuninni í sumar. Um kvöldið verður svo haustfagnaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, sem allir landverðir eru velkomnir á, sbr. auglýsingu hér. Á milli skjótum við svo óformlegri haustsamkomu landvarða á Celtic Cross, keltnesku kránni á horni Hverfisgötu og Smiðjustígs.

*Tímasetningin er ekkert heilög, aðalatriðið er að láta sjá sig á staðnum á bilinu ca. 17:30 - 21:00, lyfta kollu og hitta aðra káta landverði. Sumum gæti t.d. hentað að koma í beinu framhaldi af töðugjöldunum hjá UST, meðan aðrir gætu nýtt sér samkomuna sem góða upphitun fyrir haustfagnaðinn hjá Náttúruverndarsamtökunum. Sem sagt: Kjörið tækifæri til að hitta gott fólk á laugardagskvöldi!

Hittumst heil á laugardaginn!
Landvarðafélagið

Ekki er ráð nema í tíma sé tekið og nú hefur verið ákveðið að halda jólaglögg félagsins laugardaginn 20. desember. Verið er að athuga með húsnæði og verður nánar tilkynnt um stað og stund þegar það liggur fyrir. Sama gildir um vetrarfagnað sem skemmtinefnd ætlar að efna til að loknum „Töðugjöldum“ UST, sem væntanlega verða í þessum mánuði.  Sjá nánar í fundargerð stjórnarfundar frá 4. nóvember.

Page 1 of 6

RSS Áskriftir

Hafa samband

Fyrirspurn til Landvarðafélags Íslands

 

 

Hafa samband