Minnt er á jólaglögg LÍ 4. desember kl. 19:00. Því miður kom óvænt babb í bátinn með veislusalinn á 9. hæð sem búið var að bóka. Samkoman verður þess í stað á veitingastaðnum Gullöldinni, Hverafold 5 í Grafarvoginum (örskammt frá hinum staðnum). Þar fá landverðir til umráða hliðarsal þar sem þeir geta skemmt sér út af fyrir sig fram eftir kvöldi. 
Sem sagt, fjörið verður í Gullöldinni í Grafarvoginum laugardagskvöldið 4. des. Mætum öll!

fimmtudagur, 25. nóvember 2004 jola_auglJá, blessuð jólin nálgast óðfluga og allir fara að hlakka til. Og landverðir hlakka ekki bara til jólanna, því á aðventunni halda þeir sína árvissu og ómissandi stórskemmtun, jólaglöggið. Að þessu sinni blæs skemmtinefnd til gleðinnar laugardaginn 4. desember kl. 19:00, að Frostafold 18-20 í Grafarvoginum. Veislusalurinn er á 9. hæð, hvorki meira né minna, og þaðan ku vera frábært útsýni yfir borgina og sundin blá.
Ágætu landverðir, fjölmennum í jólabjór, afsakið, jólaglögg í Grafarvoginum 4. des. og gleðjumst ærlega saman!

Skemmtinefnd boðar til haustfagnaðar félagsins föstudaginn 15. október, að afloknum töðugjöldum UST. Gleðin hefst kl 21:30, heima hjá Hönnu Kötu á Tómasarhaga 40. Nasl og ölföng á boðstólum, hljóðfæraleikarar fjölmenni! Nánar í auglýsingu.

Page 1 of 4

RSS Áskriftir

Hafa samband

Fyrirspurn til Landvarðafélags Íslands

 

 

Hafa samband