Þann 16. desember kl. 20:00 ætla landverðir að hittast og koma sér og öðrum í jólaskap eins og þeim einum er lagið. Til stóð að hittast í heimkynnum Grýlu og dreypa á  heimalöguðu jólaglöggi að hennar hætti. En hún var ekki tilbúin með glöggið og svo er allt í drasli hjá henni, og reyndar hjá öllum landvörðum líka og því var ákveðið að hittast á Dillon Café, Laugavegi 30, efri hæð (ATH., breytt staðsetning).

Makar, vinir, vandamenn og aðrir góðkunningjar landvarða eru sérstaklega boðnir velkomnir!!!  Frítt inn!

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!
Jólakveðja,
Stjórnin

Kæru landverðir!
Nú er lokaútkall til þeirra sem ætla með í landvarðaferð aldarinnar. Eins og áður hefur verið auglýst  er förinni heitið á alheimsráðstefnu landvarða, sem haldin verður í Skotlandi 14. til 21. júní 2006. Nú þegar hafa nokkrir sprækir landverðir staðfest þátttöku en spurningin er: vilt þú bætast í hópinn?

Nánari upplýsingar hjá fröken formanni, Elísabetu, í símum 865 1188/568 0758, en yfir helgina má ná í hana í síma 471 1858. Einnig má senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

ATHUGIÐ! Frestur til að skrá sig í ferðina rennur út mánudagskvöldið 7. nóvember 2005.

Fyrirhuguð haustferð í Laka 8. október fellur niður vegna snjóa og slæmrar færðar. Veturinn er óvenju snemma á ferðinni á hálendinu og ekki vogandi að leggja í ferðalög um fáfarnar slóðir við svo búið.   Því miður tókst ekki að skipuleggja ferð á annan áfangastað þessa helgina, svo ekki er um annað að ræða en að fella ferðina niður. Þetta er auðvitað leitt vegna þeirra sem þegar höfðu skráð sig í ferðina en verður víst svo að vera. Gengur bara betur næst!

Page 1 of 6

RSS Áskriftir

Hafa samband

Fyrirspurn til Landvarðafélags Íslands

 

 

Hafa samband