Gleðilegt sumar sem er á næsta leiti.Brosandi Nú er komið að okkur!

Laugardaginn 22. apríl stendur Landvarðafélagið fyrir kynningu á störfum landvarða, samhliða kökubasar til styrktar Skotlandsförunum. Þessi merkisatburður mun eiga sér stað í Kringlunni og hefst kl. 10 og stendur til kl. 18:00. Félagið verður með bás á neðri hæð Kringlunnar fyrir framan Gallabuxnabúðina.

Hvort sem um ræðir Skotlandsfara eða aðra landverði, hvetjum við alla til að leggja félaginu lið í kynningu á félaginu á laugardaginn eða við undirbúninginn, þ.e.a.s. baksturinn.

Þeir sem ekki sjá sér fært að leggja til vinnu af þessu tagi: Það væri samt gaman að sjá ykkur líta við á básnum okkar og dást að kökunum.

Þeir sem bjóða sig fram hafi samband við Laufeyju í síma 868-2959 eða við Elísabetu á netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.og látið vita af ykkur!

Go Go landverðir

Kveðja, Elísabet

Landverðir nær og fjær!

Merkið strax við 16. desember á jóladagatalinu því þá fer fram hið sívinsæla jólaglögg landvarða að Reynimel 68 (kjallara). Glöggið hefst kl. 21 (þess er þó ekki krafist að gestir mæti stundvíslega). Gestir eru beðnir um að hafa með sér 800 kr. til að leggja í púkk fyrir veitingum (í staðinn er lofað ótakmörkuðum veitingum).

Vonast til að sjá sem flesta!

Fyrir hönd skemmtinefndar,
Laufey Erla Jónsdóttir

Page 1 of 4

RSS Áskriftir

Hafa samband

Fyrirspurn til Landvarðafélags Íslands

 

 

Hafa samband