Stjórnarfundur 29. janúar 2009

Fundur stjórnar Landvarðafélags Íslands 29. janúar 2009

Mættar:  Guðrún Lára Pálmadóttir, Ásta Rut Hjartardóttir, Ásta Davíðsdóttir og Þórunn Sigþórsdóttir.

Helstu mál

1.  Málþing um landvörslu
Enn var rætt um málþingið og kom sú tillaga að það yrði nefnt “Landvarsla í nútíð og framtíð”. Tillaga kom að tveimur fyrirlestrum frá landvörðum. Annar var um náttúrukennslu og en hinn um landvörslu í nútíð og framtíð. Stungið var upp á Arne Bondo og Rigmor Solem sem erlendum fulltrúum landvarða. Lagði stjórnin ríka áherslu á að auka starfmöguleika landvarða með t.d. fjölgun svæða og vinnuveitenda.

2.  Danir

Dönsku Landvarðasamtökin, Danmarks Naturvejlederforening, hafa eins og síðustu tvö ár boðið okkur á ársfund sinn. Við teljum ólíklegt að fulltrúi frá okkur fari í þetta skiptið sökum efnahagsástandsins.

3.  Nordic-Baltic samstarfið

Síðustu tvö ár hafa farið í undirbúning og stofnun Nordic-Baltic samstarfsins en samstarfssamningur var síðan undirritaður á fyrstu Nordic-Baltic námsstefnunni sem haldin var í Danmörku í október. Þar voru tveir fulltrúar frá Íslandi Þórunn Sigþórsdóttir og Jóna Óladóttir.

3.  Fyrirspurn frá Birgi Erni Sigurðssyni landverði
Hann spyr hvort við hefðum áhuga á að koma á samstarfi við Landsbjörgu um aðgang að námskeiðum þeirra. Stjórninni leist vel á þessa hugmynd og ætlar að athuga hana. Auróru hefur verið falið það verkefni að senda þeim formlega erindi um það.

4. Heimasíða Landvarðafélagsins
Ákveðið var að Gunna Lára myndi taka að sér að finna lausn á netvandamálum síðunnar sem ekkert hefur gengið að halda virkri. Gengið yrði þannig frá því að hægt væri að setja inn efni aftur og opna spjallsíðuna. Ráðast verður hvort hægt sé að laga síðuna eða hvort gera þurfi nýja.

Ritari:  Ásta Davíðsdóttir